flugfréttir
Eiga enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur

Boeing ætlar að vera búið að afhenda flestar af þeim 320 þotum sem safnast hafa saman í geymslu fyrir lok ársins 2023
Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.
Þetta greindu yfirmenn Boeing frá þann 27. apríl sl. er afkoma Boeing á fyrsta ársfjórðungi
ársins var tilkynnt en tap Boeing á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.2 milljarði
Bandaríkjadala sem samsvarar 157 milljörðum króna.
Boeing hefur ekki greint frá því hvenær þeir sjá fram á að geta hafið aftur afhendingar á nýjum
Dreamliner-þotum þar sem það ræðst að mestu af bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).
David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, segir að framleiðandinn hafi sent inn
lofthæfnisvottunaráætlun til FAA og að flugmálayfirvöld séu komin með í hendur öll gögn
er varðar áætlanir Boeing í þeim efnum.
Boeing er töluvert á eftir áætlun er kemur að afhendingum á Boeing 737 MAX
þotum en í janúar greindi framleiðandinn frá því að þeir væru með 335 MAX-þotur sem bíða
afhendinga og var sá fjöldi komin niður í 320 fyrir lok marsmánaðar.
Brian West, fjármálastjóri Boeing, segir að ein ástæða þess að Boeing á enn eftir að afhenda
svo margar 737 MAX þotur hafi verið kyrrsetning á þotunum í Kína sem var eitt síðasta landið
til þess að aflétta flugbanni á þotunum en hann greinir einnig frá því að á sama tíma
sé verið að framleiða 31 þotu af þessari gerð í hverjum mánuði.
West segir að Boeing sé staðráðið í að vera búið að afhenda flestar af þessum 320 þotum
fyrir lok ársins 2023 sem hafa verið í geymslu og þarf framleiðandinn því að afhenda
45 þotur á mánuði á móti þeim 31 þotu sem framleiddar eru mánaðarlega.


7. júní 2022
|
Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

1. apríl 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur náð samkomulagi við írsku flugvélaleiguna AerCap um leigu á tólf Airbus-þotum, 10 þotum úr A320neo fjölskyldunni og tveimur breiðþotum af gerðinni Airbus A330neo

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm