flugfréttir

Varar við hækkun á flugfargjöldum á næstunni

- Hækkun óhjákvæmileg í ljósi hækkunnar á þotueldsneyti

28. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:25

Willie Walsh, yfirmaður IATA, segir að flugfélögin verði að komast til móts við hækkun á þotueldsneyti

Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.

Þetta segir Willie Walsh, yfirmaður alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) en hann greindi frá þeirri stöðu sem flugfélögin eru í þegar hann fór með ræðu á árlegri ráðstefnu meðal fyrirtækja í ferðamannaiðnaði sem fram fór á Írlandi á dögunum.

Walsh segir að á 10 ára fresti hafi verð á þotueldsneyti hækkað um 27% sem er örlítið minni hækkun en var árið 2008 þegar eldsneytisverð hafði hækkað um 35 prósent.

Þá varar Walsh við því að flugfargjöld eigi eftir að hækka með einum eða öðrum hætti þar sem flugfélögin verði að koma til móts við hækkun á eldsneytisverði og bendir hann á að stærsti kostnaðurinn við rekstur flugfélags sé eldsneyti.

„Að lokum þá endar þetta í hækkun á fargjöldum. Ég sé ekki neina aðra leið sem flugfélögin geta farið til þess að bregðast við hækkuninni“, sagði Walsh

Walsh tók einnig fram að mögulega eigi hækkun á þotueldsneyti eftir að setja þrýsting á að auka hraðann á þróun á umhverfisvænni tegund af lífrænu eldsneyti sem nú þegar er verið að framleiða og þróa en magnið sem til þarf svo hægt sé að knýja áfram allar þær flugvélar sem eru í notkun er hinsvegar gríðarlegt og framboðið ekki nægilega mikið í dag.

Walsh, sem hefur ætíð talað fyrir því að lönd séu samstíga að afnema ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldursins, segir að bataferlið sé að gerast hraðar en menn þorðu að vona í hápunkti faraldursins.

Tekur hann fram að það vanti ekki eftirspurnina og að fólk virðist vera duglegt að bóka flug á ný en hinsvegar þá hafi flugiðnaðurinn þurft að endurstilla innviðina sem voru farnir að láta á sjá vegna tveggja ára niðursveiflu.

Walsh telur að almennt sé bataferlið í flugiðnaðinum á góðu róli en bendir á að flugfélögin séu að ganga í gegnum miklar áskoranir við að koma sér aftur í sömu stellingar og þau voru í fyrir faraldurinn.  fréttir af handahófi

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl

Upp úr slitnaði í viðræðum milli SAS og flugmanna

1. apríl 2022

|

Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka

7. apríl 2021

|

Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl