flugfréttir
Eftirspurn eftir fraktflugi farin að dragast saman

Eftirspurn eftir fraktflugi er farin að dragast saman frá því sem var í heimsfaraldrinum
Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.
Fram kemur að útgöngubann vegna nýrrar öldu af Covid-19 í Kína og innrás Rússa í Úkraínu spili þar helst inn í og
er því spáð að þau áhrif gætu verið viðvarandi í einhvern tíma.
Þessi samdráttur kemur í kjölfar töluverðs uppgangs sem gætti árið 2021 í fraktfluginu og kemur fram að
um einskonar umskipti sé að ræða þar sem eftirspurn eftir farþegaflugi hefur aukist töluvert að undanförnu
á sama tíma og eftirspurn eftir fraktflugi sýnir fram á samdrátt.
„Friður í Úkraínu og breyting í stefnu kínverskra stjórnvalda er kemur að Covid-19 myndi draga verulega
úr þessum mótvindi fyrir fraktflugið“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA, sem tekur fram að þar sem ekki
er séð fram á neina breytingu í sjónmáli í þeim efnum gætu krefjandi tímar verið framundan í fraktfluginu.
Samdrátturinn í fraktfluginu í mars nemur 5.2 prósentum á meðan framboð jókst um 1.2% en mestur
varð samdrátturinn í Asíu og í Evrópu.
Þá bendir Walsh á að er kemur að Evrópu þá voru nokkur fraktflugfélög með bækistöðvar í Rússlandi
og í Úkraínu sem voru „lykilleikmenn“ í fraktfluginu og hefur innrásin í Úkraínu haft mikil áhrif eftir
að viðskiptaþvinganir voru settar á Rússa.
Önnur atriði sem hafa haft áhrif er samdráttur í alþjóðaviðskiptum í heiminum og verðbólga sem hefur
orðið til þess að viðskipti milli landa hafa dregist örlítið saman en verðbólga í G7 ríkjunum mældist 6.3% í
febrúar sl. sem er það mesta sem mælst hefur síðan árið 1982.


16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Boeing fékk pantanir í 23 nýjar flugvélar í maí en flestar pantanirnar voru gerðar í þotur af gerðinni Boeing 787 og Boeing 777X.

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm