flugfréttir

Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn

- Lufthansa sér fram á vanda í sumar vegna skorts á flugvallarstarfsfólki

5. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:06

Ein af Airbus A380 risaþotum Lufthansa í langtímageymslu

Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti á sama tíma og farþegum er að fjölga eftir heimsfaraldurinn.

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, fór með ávarp í dag er afkoma Lufthansa Group eftir fyrsta ársfjórðung var kynnt, og tók hann fram að bókanir hjá Lufthansa fyrir sumarið eru að verða fleiri en bókanirnar vorið 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á.

Vandinn sé hinsvegar sá að það er alvarlegur skortur að verða á starfsfólki á flugvöllum. „Við erum að leita leiða til að finna lausnir á þessum vanda en ég efast um að við finnum neina lausn fyrir sumarið“, segir Spohr.

Spohr segir að að hann sé þrátt fyrir þetta mjög bjartsýnn á framhaldið og gerir hann ráð fyrir að sætanýtingin meðal dótturfélaga Lufthansa Group verði í sumar um 75% af því sem var árið 2019.

Þá tekur hann fram að eftirspurnin sé ekki enn komin upp að þeim mörkum sem Lufthansa ráði ekki við og að seinkanir á afhendingum frá Boeing muni ekki hafa áhrif á rekstur félagsins. Bendir hann einnig á að Lufthansa sé ennþá með um fjórtán Airbus A380 risaþotur í geymslu á Spáni.

Lufthansa kom risaþotunum fyrir í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins og tilkynnti félagið þá að litlar líkur væru á því að risaþoturnar myndu snúa aftur í flotann. Nú hefur Boeing hinsvegar tilkynnt um tveggja ára seinkun á Boeing 777X þotunni og segir Spohr að mögulega verði Lufthansa því að dusta rykið af Airbus A380 þotunum og sækja þær frá Spáni.

Þá lagði Lufthansa einnig öllum Airbus A340-600 breiðþotunum sem eru einnig fjórtán talsins en félagið ætlar að taka sex af þeim til baka og verða þær komnar í notkun í júlí í sumar til þess að koma til móts við annasömustu mánuði sumarsins.  fréttir af handahófi

Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn

5. maí 2022

|

Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

Fara fram á skoðun eftir að vænglingur losnaði af E175 þotu

16. maí 2022

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað þeim flugrekstaraðilum, sem hafa Embraer E175 þotur í flota sínum, að framkvæma skoðanir á vænglingum („winglets“) og athuga með sprungur í þeim í kjölfar

FAA varar við bilun í hreyflum í kjölfar langtímageymslu

17. apríl 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér viðvörun þar sem krafist er að skoðun verði gerð á tveimur tegundum af þotuhreyflum og kemur fram að möguleiki á ryði eftir langtímageymslu á flug

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl