flugfréttir
Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu
- Nordic Aviation Captial fá fyrstu Embraer E190F og 195F fraktþoturnar

Tölvugerð mynd af Embraer E190F fraktþotu
Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.
Nordic Aviation Capital ætlar að láta breyta tíu þotum sem fyrirtækið
á yfir í fraktþotur en þoturnar eru af gerðinni Embraer E190 og E195.
Fyrirtækið tilkynnti þessi áform sín í dag um einum mánuði eftir að
Embraer lýsti því yfir að framleiðandinn ætli að bjóða upp á þjónustu þar sem boðið verður upp á að breyta farþegaþotum í fraktþotur.
Nordic Aviation Capital mun fá fyrstu þoturnar úr breytingu árið 2024
og segir Arjan Meijer, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Embraer, að séð er fram á að mikil eftirspurn eigi eftir að verða af þessari tegund af fraktþotum í framtíðinni.
Embraer segir að breytt E-fraktþota verði kjörin lausn til þess að leysa
af hólmi eldri fraktflugvélar á borð við ATR og Boeing 737-300.
Breytingarnar munu fara fram í Brasilíu og verður komið fyrir
gólfi fyrir tvö þilför með stórum frakthurðum auk ýmissa kerfa.
Embraer segir að Embraer E190F muni geta borið 10,7 tonn af frakt á meðan E195F getur borið 12,3 tonn.


28. apríl 2022
|
Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.

9. mars 2022
|
Airbus hefur fengið færri pantanir í nýjar breiðþotur frá áramótum og héldu þær áfram að dvína í febrúar en á móti kemur þá varð fjölgun á pöntunum í minni þotur og sérstaklega í Airbus A220 þotuna.

6. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið JetBlue kom í gær með skyndilegt og óumbeðið tilboð í Spirit Airlines upp á 3.6 milljarða Bandaríkjadali en tilboðið gæti sett strik í reikninginn fyrir Frontier Airlin

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.