flugfréttir
Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu
- Nordic Aviation Captial fá fyrstu Embraer E190F og 195F fraktþoturnar

Tölvugerð mynd af Embraer E190F fraktþotu
Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.
Nordic Aviation Capital ætlar að láta breyta tíu þotum sem fyrirtækið
á yfir í fraktþotur en þoturnar eru af gerðinni Embraer E190 og E195.
Fyrirtækið tilkynnti þessi áform sín í dag um einum mánuði eftir að
Embraer lýsti því yfir að framleiðandinn ætli að bjóða upp á þjónustu þar sem boðið verður upp á að breyta farþegaþotum í fraktþotur.
Nordic Aviation Capital mun fá fyrstu þoturnar úr breytingu árið 2024
og segir Arjan Meijer, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Embraer, að séð er fram á að mikil eftirspurn eigi eftir að verða af þessari tegund af fraktþotum í framtíðinni.
Embraer segir að breytt E-fraktþota verði kjörin lausn til þess að leysa
af hólmi eldri fraktflugvélar á borð við ATR og Boeing 737-300.
Breytingarnar munu fara fram í Brasilíu og verður komið fyrir
gólfi fyrir tvö þilför með stórum frakthurðum auk ýmissa kerfa.
Embraer segir að Embraer E190F muni geta borið 10,7 tonn af frakt á meðan E195F getur borið 12,3 tonn.


6. apríl 2022
|
Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

25. apríl 2022
|
Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur afskrifað 27 farþegaþotur sem eru ennþá staðsettar í Rússlandi og er um að ræða flugvélar sem rússnesk flugfélög hafa ekki skilað til baka þrátt fy

28. júní 2022
|
Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm