flugfréttir

Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu

- Nordic Aviation Captial fá fyrstu Embraer E190F og 195F fraktþoturnar

9. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

Tölvugerð mynd af Embraer E190F fraktþotu

Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

Nordic Aviation Capital ætlar að láta breyta tíu þotum sem fyrirtækið á yfir í fraktþotur en þoturnar eru af gerðinni Embraer E190 og E195.

Fyrirtækið tilkynnti þessi áform sín í dag um einum mánuði eftir að Embraer lýsti því yfir að framleiðandinn ætli að bjóða upp á þjónustu þar sem boðið verður upp á að breyta farþegaþotum í fraktþotur.

Nordic Aviation Capital mun fá fyrstu þoturnar úr breytingu árið 2024 og segir Arjan Meijer, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Embraer, að séð er fram á að mikil eftirspurn eigi eftir að verða af þessari tegund af fraktþotum í framtíðinni.

Embraer segir að breytt E-fraktþota verði kjörin lausn til þess að leysa af hólmi eldri fraktflugvélar á borð við ATR og Boeing 737-300.

Breytingarnar munu fara fram í Brasilíu og verður komið fyrir gólfi fyrir tvö þilför með stórum frakthurðum auk ýmissa kerfa.

Embraer segir að Embraer E190F muni geta borið 10,7 tonn af frakt á meðan E195F getur borið 12,3 tonn.  fréttir af handahófi

Flugumferðin í Evrópu nálgast það sem var fyrir COVID-19

6. apríl 2022

|

Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

Afskrifa 27 farþegaþotur sem eru enn í Rússlandi

25. apríl 2022

|

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur afskrifað 27 farþegaþotur sem eru ennþá staðsettar í Rússlandi og er um að ræða flugvélar sem rússnesk flugfélög hafa ekki skilað til baka þrátt fy

Byrja að setja saman skrokk fyrir A220 þoturnar í Casablanca

28. júní 2022

|

Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl