flugfréttir
Pantanir í 46 þotur í apríl en hætt var við 34 þotur

Boeing fékk í apríl pantanir í 46 þotur en hætt var við 34 þotur í sama mánuði
Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í 34 þotur sem búið var að panta áður.
Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Boeing gaf út í gær en af þeim 46 þotum sem pantaðar voru í apríl þá eru 44 af þeim af gerðinni Boeing 737 MAX en meðal viðskiptavina eru flugvélaleigurnar AerCAp og Aviation Capital Group.
Einn ónefndur viðskiptavinur pantaði 28 Boeing 737 MAX þotur auk
eins aðila sem pantaði Boeing Business Jet einkaþotuútgáfu af Boeing 737 MAX. Þá fékk framleiðandinn pöntun í tvær Boeing 777F fraktþotur frá óþekktum viðskiptavini.
Meðal þeirra 34 flugvéla sem voru afpantaðar eru 32 af gerðinni Boeing 737 MAX en það eru flugvélaleigurnar Air Lease, Aviation Captial og Malaysian Airlines sem hættu við pantanir sínar. Þá hætti AirCap við pöntun í tvær Boeing 787-10 Dreamliner-þotur.
Boeing afhenti 29 Boeing 737 MAX þotur í apríl en meðal þeirra
sem tóku við þotunum eru 777 Partners, Air Canada, Air Lease, Alaska Airlines, Dubai Aerospace Enterprise, flyDubai, GOL, ICBC Leasing í Kína, Lynx Air, Oman Air, Ryanair, Southwest Airlines og TUI.


17. apríl 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér viðvörun þar sem krafist er að skoðun verði gerð á tveimur tegundum af þotuhreyflum og kemur fram að möguleiki á ryði eftir langtímageymslu á flug

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

1. apríl 2022
|
Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.