flugfréttir
Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist
- Fékk leiðbeindingar frá flugumferðarstjóra sem er einnig flugkennari

Skjáskot af lendingunni í fréttum á fréttastöðinni WPBF 25 News
Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.
Flugvélin var af gerðinni Cessna 208 Caravan og var hún á leið til Palm Beach eftir flug frá Bahamaeyjum
með tvo farþega innanborðs en þegar vélin var að nálgast strendur Flórída tilkynnti einn farþegi um borð
að flugmaðurinn væri ekki lengur fær um að fljúga þar sem hann veiktist.
„Það er mjög alvarleg staða hérna. Flugmaðurinn er ekki í neinu ástandi og ég hef enga hugmynd um hvernig
á að fljúga flugvél“, sagði farþeginn sem hafði samband við flugturninn í Palm Beach.
Einn flugumferðarstjóri, Robert Morgan að nafni, sem er einnig flugkennari, var staddur í flugturninum en hann var þó ekki á vakt. Hann var nýfarinn í burtu þegar ástandið kom upp og var hann beðinn um að koma strax aftur í turninn.

Flugvélin skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum í Palm Beach í Flórída í gær
Morgan náði að leiðbeinda farþeganum hvernig hann ætti að stýra flugvélinni og byrjaði hann á því að spyrja farþegann hvort hann vissi hvar hann væri staddur.
„Ég hef enga hugmynd. Ég sé strendur Flórída fyrir framan mig en hef annars enga hugmynd“, svaraði farþeginn.
Flugumferðarstjórinn bað hann um að halda áfram að ströndinni
og fylgja henni svo annað hvort norðureftir eða suðureftir til þess að ná að koma auga á hann á ratsjá.
Morgan, sem hefur um 1.200 flugtíma að baki, hefur þó ekki reynslu af Cessnu 208 Caravan en hann prentaði út yfirlitsmynd af stjórnklefanum fyrir Caravan-vélina og leiðbeindi farþeganum skref fyrir skref hvað hann ætti að gera.

Robert Morgan með yfirlitsmynd af stjórnborðinu í Cessna 208 Caravan
Flugumferðarstjórinn var með farþeganum alla leið þar til kom að lendingu og fór hann með honum yfir það helsta
og þau atriði sem hann yrði að hafa í hug til að lendingin myndi heppnast en meðal annars fór hann yfir mikilvægi þess að halda vængjunum láréttum og draga úr hraða vélarinnar í aðfluginu.
„Ég veit að flugvélin flýgur nákvæmlega eins og hver önnur flugvél. Ég þurfti bara að láta hann halda ró sinni, koma
honum í átt að flugbrautinni og segja honum hvernig hann ætti að draga úr aflinu svo hann myndi ná að lækka flugið
og lenda“, segir Morgan í viðtali við fréttastöðina CNN.

Robert Morgan (til vinstri) ásamt farþeganum
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá er flugvélin kemur inn til lendingar og er ekki annað hægt að segja að farþeginn
hafi staðið sig framar vonum ef borið er saman við sambærileg atvik sem hafa átt sér stað þegar farþegi
neyðist til að lenda flugvél vegna veikinda meðal flugmanns.
Heyra má á turntíðninni hvar flugmaður einn hjá American Airlines segir: „Sagðir þú að það hafi farþegi verið
að lenda flugvélinni? - Guð minn góður. Vel gert“.
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafið rannsókn á atvikinu og kemur fram að flugmaðurinn hefði veikst
en ekki er tilgreint nánar hvað amaði að honum.
Myndband:


19. apríl 2022
|
Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi f

1. apríl 2022
|
Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

2. maí 2022
|
Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm