flugfréttir

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

- Venturi Aviation vinnur að hönnun á Echelon 01 rafmagnsflugvélinni

12. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Tölvugerð mynd af Echelon 01 rafmagnsflugvélinni sem á að koma á markað árið 2030

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Venturi Aviation segir að flugvélin verður samkeppnishæfari en aðrar rafmagnsflugvélar sem samkeppnisaðilar vinna að því að koma með á markaðinn og segir í yfirlýsingu að þetta verði að veruleika þrátt fyrir núverandi takmarkanir er kemur að hönnun og þróun á rafhlöðum fyrir slíkar flugvélar.

Flugvélin nefnist Echelon 01 og mun hún koma með flugdrægi upp á 300 nm (mílur) sem samsvarar 550 kílómetrum og verður hámarksflugtaksþungi hennar um 45 tonn sem er meira en helmingi meiri þyngd en skrúfuþota á borð við ATR 42-600.

Jan Willem Heinen, stofnandi Venturi Aviation, segir að mikil þróun sé að eiga sér stað í hönnun á rafhlöðum og að mögulega væri hægt að skipta um rafhlöður einu sinni á ári og því raunhæft að Echelon 01 flugvélin gæti flogið 1.000 kílómetra tíu árum síðar, eða árið 2040.

Heinen segir að mögulega muni fyrsta tilraunaflugvélin fljúga sitt fyrsta flug árið 2026 til 2027 og er mikilvægast að geta sannað að flugvélin sé örugg og geti flogið með þeirri rafhlöðutækni sem völ er á hverju sinni. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að skipta út rafhlöðum um leið og ný og betri rafhlaða kemur á markað hveru sinni sem hefur betri hleðslumöguleika án þess að vera þyngri en eldri útgáfan sem notuð var á undan.

Fyrirtækið hefur birt tölvugerðar myndir af Echelon 01 flugvélinni sem er útfærð með átta hreyflum en Heinen segir að það sé ekki endanleg ákvörðun og mögulegt að hreyflarnir verði ekki það margir.  fréttir af handahófi

Boeing 777X frestað til 2025

27. apríl 2022

|

Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.

Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn

5. maí 2022

|

Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

Íhuga að taka við þotum sem áttu að afhendast til Rússlands

3. mars 2022

|

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, segir að flugfélagið þýska sé mögulega að spá í að festa kaup á einhverjum af þeim breiðþotum sem rússnesk flugfélög höfðu pantað hjá Boeing og Airbus en

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga