flugfréttir

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

- Venturi Aviation vinnur að hönnun á Echelon 01 rafmagnsflugvélinni

12. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Tölvugerð mynd af Echelon 01 rafmagnsflugvélinni sem á að koma á markað árið 2030

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Venturi Aviation segir að flugvélin verður samkeppnishæfari en aðrar rafmagnsflugvélar sem samkeppnisaðilar vinna að því að koma með á markaðinn og segir í yfirlýsingu að þetta verði að veruleika þrátt fyrir núverandi takmarkanir er kemur að hönnun og þróun á rafhlöðum fyrir slíkar flugvélar.

Flugvélin nefnist Echelon 01 og mun hún koma með flugdrægi upp á 300 nm (mílur) sem samsvarar 550 kílómetrum og verður hámarksflugtaksþungi hennar um 45 tonn sem er meira en helmingi meiri þyngd en skrúfuþota á borð við ATR 42-600.

Jan Willem Heinen, stofnandi Venturi Aviation, segir að mikil þróun sé að eiga sér stað í hönnun á rafhlöðum og að mögulega væri hægt að skipta um rafhlöður einu sinni á ári og því raunhæft að Echelon 01 flugvélin gæti flogið 1.000 kílómetra tíu árum síðar, eða árið 2040.

Heinen segir að mögulega muni fyrsta tilraunaflugvélin fljúga sitt fyrsta flug árið 2026 til 2027 og er mikilvægast að geta sannað að flugvélin sé örugg og geti flogið með þeirri rafhlöðutækni sem völ er á hverju sinni. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að skipta út rafhlöðum um leið og ný og betri rafhlaða kemur á markað hveru sinni sem hefur betri hleðslumöguleika án þess að vera þyngri en eldri útgáfan sem notuð var á undan.

Fyrirtækið hefur birt tölvugerðar myndir af Echelon 01 flugvélinni sem er útfærð með átta hreyflum en Heinen segir að það sé ekki endanleg ákvörðun og mögulegt að hreyflarnir verði ekki það margir.  fréttir af handahófi

Farþegafjöldinn á KEF að nálgast það sama og var fyrir COVID-19

3. maí 2022

|

Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþeg

Spirit tilbúið að hefja viðræður um samruna við JetBlue

8. apríl 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines segist vera tilbúið að hefja viðræður við JetBlue sem kom í vikunni með óvænt tilboð í félagið eftir að Spirit Airlines hafði tilkynnt fyrirhugaðan samr

Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu

9. maí 2022

|

Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl