flugfréttir
Fara fram á skoðun eftir að vænglingur losnaði af E175 þotu

Vænglingur á Embraer E175 þotu
Brasilísk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað þeim flugrekstaraðilum, sem hafa Embraer E175 þotur í flota sínum, að framkvæma skoðanir á vænglingum („winglets“) og athuga með sprungur í þeim í kjölfar atviks eftir að einn slíkur losnaði af einni flugvél af þeirri tegund.
Flugmálayfirvöld í landinu segja að möguleiki sé á því að sprungur geti myndast í vænglingum
á því svæði þar sem þeir festast við vængendann með þeim afleiðingum að álagið verður til
þess að þeir losni af ef sprungur eru farnar að myndast.
Atvik átti sér stað þann 3. maí sl. á einni Embraer E175 þotu frá bandaríska flugfélaginu Envoy Air
þegar vænglingur á hægri væng losnaði af þegar þotan var í áætlunarflugi á milli Charleston og Dallas.
Í fyrirmælum sem gefin voru út kemur fram að þrátt fyrir að flugvélin geti flogið áfram án athugasemda
með einn vængling þá sé sú hætta til staðar að vænglingurinn rekist í einhvern hluta flugvélarinnar
ef hann losnar af auk þess sem hann geti valdið tjóni á jörðu niðri.


6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm