flugfréttir
Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

Lufthansa Group ætlar að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og selja hluti í Lufthansa Technik
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Group á að selja 20 prósent í viðhaldsfyrirtækinu Lufthansa Teckhnik.
Lufthansa Group ætlar að bjóða í ITA Airways í samvinnu við ítalska skipafyrirtækið MSC
sem ætlar að bjóðast til að kaupa 60% hlut í ítalska flugfélaginu.
Lufthansa Group og MSC verða þó ekki þeir einu sem ætla að bjóða í flugfélagið ítalska þar sem von er á að Air France-KLM og Delta Air Lines komi einnig með tilboð á næstu dögum en bandaríska fyrirtækið Indigo Partners, sem á meðal annars hlut í Wizz Air, hefur
tilkynnt að það ætli að draga sig til hlés og ekki koma með tilboð.
Með sölu á hlut í Lufthansa Technik á fyrirtækið von á að auka lausafé sitt um yfir 130 milljarða
króna sem mun koma félaginu til góða til að ná sér aftur á strik eftir áhrifin af
heimsfaraldrinum en stefna Lufthansa Group þessa stundina er að draga saman seglin
í rekstri sem snertir ekki flugrekstur beint er kemur að áætlunarflugi og fjárfesta í auknum
umsvifum er snýr að farþegaflugi.
Með það að leiðarljósi hefur Lufthansa til að mynda bætt við pöntunum hjá Boeing
og hefur flugfélagið bætt við sjö Dreamliner-þotum á pöntunarlistann auk átta
fraktflugvéla af gerðinni Boeing 777X.


25. apríl 2022
|
Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

22. apríl 2022
|
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir meðal starfsmanna í verksmiðjum í Bretlandi sem hafa samþykkt nýtt kjaratilboð.

6. maí 2022
|
Afkastagetan í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama mun aukast til muna á næstunni en flugvélaframleiðandinn er með metnaðarfull áform um þann vöxt sem á eftir að eiga sér stað í Alabama á næstu árum

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm