flugfréttir

Ætla bjóða í ITA Airways og selja hlut í Lufthansa Technik

25. maí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 13:22

Lufthansa Group ætlar að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og selja hluti í Lufthansa Technik

Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Group á að selja 20 prósent í viðhaldsfyrirtækinu Lufthansa Teckhnik.

Lufthansa Group ætlar að bjóða í ITA Airways í samvinnu við ítalska skipafyrirtækið MSC sem ætlar að bjóðast til að kaupa 60% hlut í ítalska flugfélaginu.

Lufthansa Group og MSC verða þó ekki þeir einu sem ætla að bjóða í flugfélagið ítalska þar sem von er á að Air France-KLM og Delta Air Lines komi einnig með tilboð á næstu dögum en bandaríska fyrirtækið Indigo Partners, sem á meðal annars hlut í Wizz Air, hefur tilkynnt að það ætli að draga sig til hlés og ekki koma með tilboð.

Með sölu á hlut í Lufthansa Technik á fyrirtækið von á að auka lausafé sitt um yfir 130 milljarða króna sem mun koma félaginu til góða til að ná sér aftur á strik eftir áhrifin af heimsfaraldrinum en stefna Lufthansa Group þessa stundina er að draga saman seglin í rekstri sem snertir ekki flugrekstur beint er kemur að áætlunarflugi og fjárfesta í auknum umsvifum er snýr að farþegaflugi.

Með það að leiðarljósi hefur Lufthansa til að mynda bætt við pöntunum hjá Boeing og hefur flugfélagið bætt við sjö Dreamliner-þotum á pöntunarlistann auk átta fraktflugvéla af gerðinni Boeing 777X.  fréttir af handahófi

Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

25. apríl 2022

|

Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

Airbus kemur í veg fyrir verkföll í Broughton

22. apríl 2022

|

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir meðal starfsmanna í verksmiðjum í Bretlandi sem hafa samþykkt nýtt kjaratilboð.

Ætla að auka afkastagetuna til muna í Alabama

6. maí 2022

|

Afkastagetan í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama mun aukast til muna á næstunni en flugvélaframleiðandinn er með metnaðarfull áform um þann vöxt sem á eftir að eiga sér stað í Alabama á næstu árum

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl