flugfréttir
90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið
- Flugmálayfirvöld sekta SpiceJet vegna annmarka í þjálfun í flughermi

Boeing 737 MAX þota í litum SpiceJet
Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun flugmanna.
Samkvæmt yfirlýsingu frá SpiceJet komu voru gerðar athugasemdir er eftirlit var haft með
þjálfun á flugmönnum sem fram fór í flughermum hjá CAE þjálfunarmiðstöð á Indlandi.
SpiceJet segir að bannið, sem nær til 90 flugmanna, muni ekki hafa áhrif
á starfsemi félagsins þar sem flugmennirnir muni gangast strax undir endurþjálfun
til að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda án tafa.
Fram kemur að málið varði búnað er nefnist „stick shaker“ á stýrinu hægra megin í
flugherminum og segir að aðfinnslur hafi verið gerðar við þjálfun er snýr að viðbrögðum
er sá búnaður fer í gang og telja flugmálayfirvöld að þörf sé á að endurþjálfa hluta
flugmanna á MAX þotur SpiceJet upp á nýtt.
Sektin sem SpiceJet þarf að greiða nemur 1.6 milljón króna og er farið fram á lagfæringar
verði gerðar í þjálfunarferlinu þar sem óviðeigandi þjálfun er snýr að fyrrgreindum búnaði
er talin varð við flugöryggi.
SpiceJet hefur í dag þrettán MAX þotur í flota sínum af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en
félagið á von á 192 þotum til viðbótar frá Boeing.


3. júní 2022
|
Senn styttist í að síðasta júmbó-þotan verði afhent frá Boeing og nálgast sá dagur þar sem smíði Boeing 747 heyrir sögunni til.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

12. júlí 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun vegna mögulegs vandamáls með eldvarnarkerfi í hreyflum á ákveðnum Boeing 787 þotum.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan