flugfréttir

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

- Hjörtur Þór Hauksson í 1. sæti á TF-FIM

10. júní 2022

|

Frétt skrifuð kl. 13:17

Sigurvegararnir þrír við hlið Halldórs Kr. Jónssonar sem afhenti verðlaunin. Frá vinstri: Ómar Bjarnason, Hjörtur Þór Hauksson og Þorsteinn Hauksson

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugmenn og aðrir velunnarar koma saman, spjalla og fljúga.

Um var að ræða fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar en seinni lendingarkeppnin fer fram um miðjan ágústmánuð.

Í gær voru níu keppendur sem tóku þátt í þremur hollum þar sem þrjár, fjórar og svo loks þrjár flugvélar kepptu í hverju holli fyrir sig.

Í hverri atrennu er keppt í fjórum flokkum en í fyrsta hring mega flugmenn nota frjálsa aðferð og miðast keppnin við að snerta marklínu og fá flugmenn á sig refsistig eftir því hversu langt frá marklínunni þeir snerta með aðalhjólin.

Í öðrum hring gildir reglan að draga af allt afl og svo þyngist róðurinn í þriðja hring þegar bæði er farið fram á að koma inn til lendingar án afls og án flapa. Í fjórða hring er keppt um að koma yfir línu sem dregin er yfir brautina fyrir framan marklínuna.

Í 3. sæti í gær var Þorsteinn Hauksson sem flaug klúbbflugvélinni TF-RJC. Í öðru sæti lenti Ómar Bjarnason sem flaug TF-POU en fyrsta sætið tók Hjörtur Þór Hauksson á TF-FIM.Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá keppninni og kvöldinu og verðlaunaafhendingunni.  fréttir af handahófi

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Tíðni stærri þyrlna eykst vegna hækkandi eldsneytisverðs

15. júlí 2022

|

Hækkandi verð á þotueldsneyti, sem hefur aldrei áður verið eins hátt, er farið að hafa þau áhrif á þyrlumarkaðinn að byrjað er að fljúga stærri þyrlum í stað smærri þyrlna í ýmsum iðnaði og þar á með

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00