flugfréttir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:41

Airbus-þotur í flota Wizz Air

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í annað sæti með því að sniðganga þreytu meðal starfsfólks.

Jozsef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, gerði á dögunum lítið úr þreytu meðal starfsmanna er hann fór með ávarp á myndbandsfundi og hvatti hann starfsmenn til þess að draga úr því að hringja sig inn veika sökum þreytu til að raska ekki flugáætlun félagsins.

Brot af ávarpinu úr myndbandinu rataði inn á borð hjá samtökum atvinnuflugmanna í Evrópu (European Cockpit Association) og segja samtökin að Varadi sé með þessu að hvetja flugmenn til þess að sniðganga þreytu og fljúga þótt þeir séu ekki velúthvíldir

Jozsef Varadi sagði meðal annars að það væri erfitt Wizz Air að halda úti rekstri flugfélagsins þegar fimmti hver starfsmaður væri að hringja sig inn veika sökum þreytu.

„Á meðan við erum að reyna að ná stöðugleika í vaktafyrirkomulaginu þá þurfum við að draga úr tíðni á þreytu“, sagði Varadi meðal annars en hann nefndi þó ekki flugmenn eða áhafnir sérstaklega í tilgreindu ávarpi en talið er að flugmenn séu í þeim hópi samt sem áður.

„Við erum öll þreytt en stundum verðum við að ganga skrefinu lengra og harka það af okkur“, sagði Varadi einnig í ávarpi sínu og tók hann fram að það sé gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að aflýsa flugi vegna þreytu meðal starfsmanna.

Wizz Air segir að búið sé að „eiga við“ upptökuna og tekur flugfélagið fram að þreyta meðal flugmanna og áhafna sé tiltölulega lág eða um 4% og er bent á að þarna hafi verið að ræða um þreytu meðal starfsmanna sem vinnur á skrifstofunni og fleiri stöðum.

Wizz Air hefur oft lent í útistöðum við starfsmannafélög á borð við European Cockpit Association þar sem félagið hefur verið gagnrýnt vegna stefnu sinnar er kemur að verkalýðsmálum og réttindum starfsmanna.

Þá tók flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) við sem aðaleftirlitsaðili Wizz Air í ágúst árið 2020 en fyrir það tilheyrði flugfélagið reglugerðum flugmálayfirvalda í Ungverjalandi. EASA segir að síðan að stofnunin tók við keflinu hafi töluvert borið á því að EASA hafi fengið tilkynningar inn á borð til sín með kvartanir og þá sérstaklega frá verkalýðsfélögum.

EASA bendir á að stofnunin hafi framkvæmt rannsóknir og úttektir á starfsemi Wizz Air og boðað flugmenn og áhafnir í viðtöl til sín af handahófi auk annars starfsfólks en EASA segir að engar athugasemdir hafi enn verið gerðar við öryggismál hjá flugfélaginu.  fréttir af handahófi

Spirit samþykkir að sameinast JetBlue

28. júlí 2022

|

Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines samþykkti í dag yfirtökutilboð JetBlue Airways og skilur félagið Frontier Airlines eftir úti í kuldanum og eru því öll áform um fyrirhugaðan s

Ryanair mun áfrýja dómi ESB varðandi ólögmæta styrki

27. júlí 2022

|

Ryanair segist ætla að áfrýja niðurstöðu Evrópusambandsins sem sakar flugfélagið um að hafa þegið ólögmæta ríkisstyrki frá franska ríkinu til þess að hafa haldið uppi reglubundnu áætlunarflugi um L

Flugstjóri strunsaði frá borði eftir deilur við flugmanninn

22. júlí 2022

|

Seinkun varð á flugi Alaska Airlines frá Washington D.C. til San Francisco sl. mánudag eftir að flugstjóri vélarinnar yfirgaf stjórnklefann þar sem honum og aðstoðarflugmanninum kom ekki saman.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00