flugfréttir
Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

Airbus-þotur í flota Wizz Air
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í annað sæti með því að sniðganga þreytu meðal starfsfólks.
Jozsef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, gerði á dögunum lítið úr þreytu meðal starfsmanna er hann
fór með ávarp á myndbandsfundi og hvatti hann starfsmenn til þess að draga úr því að hringja sig inn veika
sökum þreytu til að raska ekki flugáætlun félagsins.
Brot af ávarpinu úr myndbandinu rataði inn á borð hjá samtökum atvinnuflugmanna í Evrópu (European Cockpit Association) og
segja samtökin að Varadi sé með þessu að hvetja flugmenn til þess að sniðganga þreytu og fljúga þótt þeir séu ekki velúthvíldir
Jozsef Varadi sagði meðal annars að það væri erfitt Wizz Air að halda úti rekstri flugfélagsins þegar fimmti hver
starfsmaður væri að hringja sig inn veika sökum þreytu.
„Á meðan við erum að reyna að ná stöðugleika í vaktafyrirkomulaginu þá þurfum við að draga úr tíðni á þreytu“, sagði
Varadi meðal annars en hann nefndi þó ekki flugmenn eða áhafnir sérstaklega í tilgreindu ávarpi en talið er að flugmenn séu í þeim
hópi samt sem áður.
„Við erum öll þreytt en stundum verðum við að ganga skrefinu lengra og harka það af okkur“, sagði Varadi einnig
í ávarpi sínu og tók hann fram að það sé gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að aflýsa flugi vegna þreytu meðal
starfsmanna.
Wizz Air segir að búið sé að „eiga við“ upptökuna og tekur flugfélagið fram að þreyta meðal flugmanna og áhafna
sé tiltölulega lág eða um 4% og er bent á að þarna hafi verið að ræða um þreytu meðal starfsmanna sem vinnur
á skrifstofunni og fleiri stöðum.
Wizz Air hefur oft lent í útistöðum við starfsmannafélög á borð við European Cockpit Association þar sem félagið hefur verið gagnrýnt
vegna stefnu sinnar er kemur að verkalýðsmálum og réttindum starfsmanna.
Þá tók flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) við sem aðaleftirlitsaðili Wizz Air í ágúst árið 2020 en fyrir það tilheyrði flugfélagið reglugerðum flugmálayfirvalda í Ungverjalandi. EASA
segir að síðan að stofnunin tók við keflinu hafi töluvert borið á því að EASA hafi fengið tilkynningar inn á borð til sín með kvartanir og þá sérstaklega frá verkalýðsfélögum.
EASA bendir á að stofnunin hafi framkvæmt rannsóknir og úttektir á starfsemi Wizz Air og boðað flugmenn og
áhafnir í viðtöl til sín af handahófi auk annars starfsfólks en EASA segir að engar athugasemdir hafi enn verið
gerðar við öryggismál hjá flugfélaginu.


20. mars 2023
|
Lattneska flugfélagið airBaltic mun taka tímabundið í notkun þotur af gerðinni Airbus A320.

17. apríl 2023
|
Atvik átti sér stað á Findel-flugvellinum í Lúxemborg um helgina er Boeing 747-400F fraktþota frá Cargolux rak hreyfil ofan í flugbraut í lendingu en þotan fór í fráhvarfsflug („go around“) í kjölfar

17. maí 2023
|
Ríkisstjórn Slóveníu segir að ákveðið verði í næsta mánuði hvort að til standi að stofna nýtt flugfélag í stað Adria Airways sem varð gjaldþrota árið 2019.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f