flugfréttir
Boeing fékk pantanir í 23 nýjar þotur í maí

Nýjar Dreamliner-þotur á athafnasvæði Boeing í Everett
Boeing fékk pantanir í 23 nýjar flugvélar í maí en flestar pantanirnar voru gerðar í þotur af gerðinni Boeing 787 og Boeing 777X.
Á móti kemur að viðskiptavinir hættu við pantanir í níu flugvélar í maí sem þýðir að það fjölgaði um fjórtán flugvélar á pöntunarlista Boeing.
American Airlines pantaði eina Boeing 737 MAX þotu til viðbótar og flugvélaleigan Bain Capital
Griffin pantaði fimm 737 MAX þotur.
Flestar pantanirnar komu frá Lufthansa sem lagði inn pöntun í sjö Dreamliner-þotur af gerðinni
Boeing 787-9, sjö Boeing 777X þotur af gerðinni Boeing 777-8 og tvær fraktþotur af gerðinni
Boeing 777F. Þá lagði taívanska flugfélagið Eva Air inn pöntun í eina Boeing 777F fraktþotu.
Þau flugfélög sem hættu við pantanir var indverska lágfargjaldafélagið Akasa Air sem hætti
við fimm Boeing 737 MAX þotur og Norwegian sem hætti formlega við fjórar Boeing 787-9 þotur.
Er kemur að afhendingum þá afhenti Boeing 35 þotur í maí sem er sami fjöldi og var afhentur
í aprílmánuði.
Ein Boeing P-8 Poseidon flugvélar var afhent til bandaríska sjóhersins, 29 þotur af gerðinni
Boeing 737 MAX voru afhentar í maí og fimm breiðþotur.
Heildarfjöldi þeirra flugvéla sem Boeing á eftir að smíða og afhenda á næstu árum stendur
í 4.192 flugvélum en sú tala stóð í 4.218 flugvélum í apríl.
Frá áramótum hefur Boeing fengið pantanir í 236 og þá hefur verið hætt við pantanir í 65 flugvélar frá ársbyrjun.


4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.