flugfréttir
EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

Um er að ræða staðfestingu á kauprétti er easyJet lagði inn pöntun í Airbus A320neo árið 2013
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A321neo.
Flugfélagið gerir ráð fyrir að fá þoturnar fimmtíu og sex afhentar frá árinu 2026 til ársins 2029
og A321neo þoturnar frá árinu 2024 til 2027.
EasyJet segir að lítið sé eftir af lausum afhendingarplássum á A320neo á næstu árum og sé
ekki hægt að fá nýjar þotur afhentar fyrr en árið 2027 en félagið á von á að fá reglulega nýjar
þotur afhentar til ársins 2028.
Með þessu mun easyJet tryggja endurnýjun á flugflota en á sama tíma gerir flugfélagið ráð
fyrir að losa sig við fjölda þotna af gerðinni Airbus A319 og A320 sem félagið segir að séu
ekki lengur hagstæðar.
Pöntunin sem gerð verður er hluti af kauprétti sem flugfélagið tryggði sér árið 2013 er easyJet lagði inn nýja pöntun í Airbus A320neo þotur.


11. júlí 2022
|
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur ákveðið að draga úr fyrirhuguðum auknum umsvif og sætaframboði um 5 prósent til þess að takmarka þær raskanir sem orðið hafa á flugáætlun félagsins nú þeg

2. ágúst 2022
|
Þýskum flugfarþegum hefur verið ráðlagt að ferðast með litríkar og skræpóttar ferðatöskur ef þeir vilja fá farangurinn sinn fyrr í hendurnar ef þeir lenda í því að farangurinn týnist.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan