flugfréttir

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:56

Frá vinstri: Davíð Brár Unnarson, yfirkennari bóklegrar kennslu, og Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu.

Óskar hóf flugnám árið 2009 og lauk því hjá Flugakademíunni síðla árs 2011. Fljótlega eftir útskrift fékk hann starf hjá stóru evrópsku flugfélagi, Ryanair, og starfaði þar í sex ár samfleytt. Þar gegndi hann stöðu flugmanns í fjögur ár og tvö ár stöðu flugstjóra. Snemma árs 2019 hóf hann störf hjá Flugakademíunni sem flugkennari og seinna sama ár tók hann við stöðu öryggisstjóra. Óskar hefur óbilandi áhuga á flugi, er kvæntur og á tvö börn.

Óskar mun bera ábyrgð á að þjálfun á vegum skólans uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í viðeigandi lögum og reglugerðum. Óskar veitir Flugakademíunni forstöðu og situr jafnframt í framkvæmdastjórn ásamt öðrum forstöðumönnum Keilis.

“Það er afar spennandi að fá að taka þátt í rekstri öflugasta flugskóla landsins með áherslu á atvinnuflug. Það eru spennandi tímar í fluginu og mikil þörf á flugmönnum í framtíðinni. Til þess þurfum við öflugan flugskóla sem er vel í stakk búinn til að takast á við þetta verðuga verkefni.” Segir Óskar Pétur Sævarsson, nýráðinn skólastjóri Flugakademíu Íslands.

Óskar tekur við starfinu af Davíð Brá Unnarssyni sem hefur starfað sem skólastjóri Flugakademíu Íslands síðan 2019. Hann skiptir nú um stól og verður yfirkennari bóklegrar kennslu. Davíð starfar sem flugmaður hjá Icelandair meðfram störfum fyrir Flugakademíu Íslands.

Óskar og Davíð hafa þegar hafið störf

Flugakademía Íslands er einn af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Í byrjun árs 2019 sameinuðust Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands, einn elsti starfandi flugskóli landsins og sameinaðir mynda skólarnir nú einn öflugasta flugskóla á Norðurlöndunum. Skólinn er með nýjustu og tæknivæddustu kennsluvélar landsins, fullkomna flugherma og á þriðja hundrað flugnema.  fréttir af handahófi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

ALPA fordæmir tillögur til að breyta 1.500 tímareglunni

12. júlí 2022

|

Félag bandarískra atvinnuflugmanna (ALPA) hefur sent frá sér formlega kvörtun í kjölfar tillögu frá tveimur bandarískum flugfélögum sem hafa komið fram með hugmyndir um hvernig væri hægt að draga úr

Fresta því að auka afköst upp á 65 A320neo þotur á mánuði

27. júlí 2022

|

Airbus hefur ákveðið að fresta áformum um fyrirhugaða aukna afkastagetu í framleiðslu á Airbus A320neo þotum vegna ótta við þá stöðu hjá birgjum og þeim framleiðendum sem smíða íhluti í þoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00