flugfréttir

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

- Veglegra tilboð á síðustu stundu áður en hluthafar kjósa um Frontier

28. júní 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:30

Flugvélar Spirit Airlines og JetBlue Airways

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines.

JetBlue Airways kom í gær með enn veglegra tilboð auk þess sem félagið býðst til að greiða hluta af yfirtökutilboðinu fyrir fram og þá býðst félagið einnig til þess að fella niður riftunargjald upp á 400 milljónir dali sem þýðir að ef Spirit Airlines tekur tilboðinu þá þarf félagið ekki að greiða bætur ef það hættir við tilboðið eftir að samningur hefur verið undirritaður.

Hluthafar munu kjósa um fyrirhugaðan samruna við Frontier Airlines þann 30. júní næstkomandi en JetBlue hefur lýst því yfir að félagið ætli sér ekki að gefast upp á þeim forsendum að tilboð þeirra sé einfaldlega margfalt betra en tilboð Frontier.

„Eftir að stjórn Spirit Airlines láðist að viðurkenna okkar tilboð sem var með yfirburðum betra þá ákváðum við að hefja viðræður beint við hlutafa félagsins og erum núna að laga tilboðið til og endurbæta það með von um aukinn áhuga frá þeim og það gerum við með því að bjóða þeim meðal annars mánaðarlegar greiðslur“, segir Robin Hayes, framkvæmdarstjóri JetBlue.

Hays segir að hluthafar eigi ekki skilið að stjórn Spirit Airlines og Frontier Airlines sé að blekkja þá með tölfræði um mögulegan hagnað sem felur ekki í sér sviptingar í kostnaði á borð við hærri launakröfur meðal flugmanna og hækkandi verð á þotueldsneyti.

Yfirtökustríðið á milli JetBlue og Frontier Airlines hefur staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári eða frá því að tilkynnt var um samruna félaganna tveggja og hefur JetBlue nokkrum sinnum komið með tilboð sem Spirit Airlines hefur tvisvar skoðað ítarlega en á endanum fallist á að halda áfram sínu striki hvað varðar samrunann við Frontier.

Bæði Frontier Airlines og JetBlue hafa hækkað yfirtökutilboðin sín á víxl til þess að ná athygli hluthafa Spirit Airlines. Fundurinn, sem fram fer þann 30. júní, var áætlaður fyrr í þessum mánuði en Spirit Airlines ákvað að fresta honum þar sem stjórn flugfélagsins sagðist þurfa betri tíma til þess að fara yfir tilboðið frá Jetblue.  fréttir af handahófi

Var í 6 fetum frá jörðu vegna rangra upplýsinga um QNH

12. júlí 2022

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur greint frá því að mjög litlu hafi munað að farþegaþota af gerðinni Airbus A320 hafi rekist í jörðina í aðflugi að Charles de Gaulle flugvellinum í París

Rann út af braut í Tælandi

2. ágúst 2022

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Nok Air rann út af braut í lendingu í borginni Chiang Rai í norðurhluta Tælands um helgina.

Tíðni stærri þyrlna eykst vegna hækkandi eldsneytisverðs

15. júlí 2022

|

Hækkandi verð á þotueldsneyti, sem hefur aldrei áður verið eins hátt, er farið að hafa þau áhrif á þyrlumarkaðinn að byrjað er að fljúga stærri þyrlum í stað smærri þyrlna í ýmsum iðnaði og þar á með

  Nýjustu flugfréttirnar

CAE og Qantas gera samning um nýtt þjálfunarsetur í Sydney

17. ágúst 2022

|

Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

IAG kaupir 20 prósenta hlut í Air Europa

16. ágúst 2022

|

Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

15. ágúst 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

SAS fær 96 milljarða króna lán til þess að styrkja reksturinn

15. ágúst 2022

|

Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

Segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé á enda

12. ágúst 2022

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Malaysia sagt ætla að panta 20 Airbus A330neo breiðþotur

10. ágúst 2022

|

Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

9. ágúst 2022

|

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

8. ágúst 2022

|

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfi

Sjá fram á bjarta tíma á breiðþotumarkaðnum

8. ágúst 2022

|

Bandaríski flugvélaleigurisinn Air Lease Corporation segist vera bjartsýnn á að að markaðurinn með breiðþotur fari að taka við sér fljótlega og segir fyrirtækið að nú þegar séu merki um að líf sé að

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00