flugfréttir
FAA varar við hættu í eldvarnarkerfi á Boeing 787

Frá verksmiðjum Boeing í Everett
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér viðvörun vegna mögulegs vandamáls með eldvarnarkerfi í hreyflum á ákveðnum Boeing 787 þotum.
Stofnunin segir að um sé að ræða rofa sem stjórnar búnaði sem tengist brunakönnum í hreyflum vélanna
sem er ætlað að ráða niðurlögum elds ef slíkar aðstæður koma upp.
FAA gaf frá sér yfirlýsingu þann 7. júlí sl. þar sem varað er við að aðskotahlutir gætu
átt greiða leið eftir að skipt var rofa á nokkrum Boeing 787 þotum vestanhafs og gæti
það skapað vandamál.
Boeing og framleiðandi á búnaði sem á í hlut hafa nú þegar gert viðeigandi flugrekendum viðvart
vegna vandamálsins og eru um 132 Dreamliner-þotur vestanhafs sem eiga hlut að máli.
Fram kemur að ef flugmenn geta ekki notað rofann vegna vandamálsins, ef upp kemur eldur,
gæti það orðið til þess að ómögulegt verður að slökkva eld í hreyflunum og ekki hægt
að slökkva á hreyflunum sem er hluti af neyðarviðbrögðum.
Boeing segir að þeir eigi í samstarfi við bandarísk flugmálayfirvöld vegna vandans en vilja
ekki greina nánar frá um hvað vandamálið snýst um í smáatriðum.
Vandamálið er eitt af þeim mörgum sem upp hafa komið er snýr að Boeing 787 þotunum
og hefur orðið gríðarleg röskun á afhendingum á nýjum Dreamliner-þotum vegna
vandamála við framleiðslu auk þess sem sum atriði í framleiðslu hafa ekki staðist gæðakröfur.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.