flugfréttir

Var í 6 fetum frá jörðu vegna rangra upplýsinga um QNH

- Greina frá alvarlegu flugatvik á Charles de Gaulle flugvelli í París í maí

12. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:44

Atvikið átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París þann 23. maí síðastliðinn

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur greint frá því að mjög litlu hafi munað að farþegaþota af gerðinni Airbus A320 hafi rekist í jörðina í aðflugi að Charles de Gaulle flugvellinum í París þann 23. maí sl. sem er tilkomið vegna rangra upplýsinga um QNH frá flugumferðarstjóra.

Um var að ræða þotu frá maltneska flugfélaginu GetJet Airlines sem var að fljúga áætlunarflug fyrir Norwegian frá Stokkhólmi til Parísar.

Atvikið átti sér stað í mjög slæmu skyggni og slæmu veðri en samkvæmt upplýsingum frá ratsjárhæðarmæli var flugvélin í aðeins 6 feta hæð yfir jörðu þegar minnstu munaði þegar enn voru 1.400 metrar í flugbraut vallarins.

Fram kemur að flugumferðarstjórar hafi gefið flugmönnum vélarinnar fyrirmæli um að lækka niður í 6.000 feta hæð með upplýsingar um QNH stillingu upp á 1011 í stað 1001 hektópaskal sem var réttur loftþrýstingur.

Flugmennirnir lásu til baka röngu QHN upplýsingarnar áður en þeir hófu RNP aðflug að braut 27R en fram kemur að flugumferðarstjórarnir gáfu einnig rangar upplýsinga um QNH til flugmanna á easyJet þotu sem fylgdi A320 þotunni eftir í aðflugi en þeir flugmenn lásu hinsvegar til baka QNH upp á 1001 án þess að fá neinar athugasemdir.

Þá segir í skýrslu að samskiptin við Getjet þotuna og easyjet þotuna hafi farið fram á ensku en flugumferðarstjórarnir hafi hinsvegar talað á frönsku við flugmenn á þotu frá Air France á sama tíma en þeir hafi hinsvegar fengið upplýsingar um rétt QNH upp á 1001 hektópaskal.

Flugmennirnir sögðust hafa fylgst reglulega með hæðarmáli á meðan þeir voru í aðfluginu í úrhellisrigningu með rúðuþurrkurnar á hæstu hraðastillingu en þeir hafi aldrei séð flugbrautina þrátt fyrir að hafa fengið lendingarheimild.

Flugvélin var í aðeins 6 feta hæð þegar flugmennirnir hættu við lendingu og fór í fráhvarfsflug (go around)

Flugmennirnir töldu sig vera í 890 feta hæð þegar vélin var í rauninni í 200 fetum en þá var þotan komin undir aðflugsgeislann sem varð til þess að viðvörunarkerfi hjá flugumferðarstjóranum sem nefnist MSAW (Minimum Safe Alitutde Warning) fór í gang. Fram kemur að flugumferðarstjórinn hafi aldrei séð flugvélina á lokastefnu vegna veðurs.

Flugumferðarstjórinn bað flugmennina um að hætta við aðflugið en flugmennirnir höfðu á þeim tímapunkti þegar hætt við aðflug og hafið fráhvarfsflug (go around) þar sem þeir sáu ekki flugbrautina.

Við greiningu á upplýsingum við rannsókn kom í ljós að flugmennirnir hættu við lendingu þegar þotan var í 52 feta hæð yfir jörðu þegar 1 míla (nm) var í flugbrautina og því næst fór sú tala niður í aðeins 6 fet þegar eldsneytisinngjöfin var sett fram til að fá hámarksafl á hreyflana.

ILS blindaðflugskerfi ekki virkt og slökkt á aðflugsljósum á flugbrautinni

Engin viðvörun kom frá árekstarvara í aðfluginu og flugmennirnir sögðust aðeins hafa heyrt í “rödd” frá ratsjárhæðarmæli þegar tilkynnt var um að þotan væri í 2.500 feta hæð og því næst í 1.000 feta hæð.

Eftir að þotan hætti við lendingu bað flugumferðarstjóri flugmennina um að klifra upp í 5.000 fet og gaf upp upplýsingar um QNH upp á 1001 en flugmennirnir svöruðu með 1011 og fór það misræmi framhjá flugumferðarstjóranum.

Þá kemur fram að annar flugumferðarstjóri í flugturninum hafi gefið því gaum að ekki var kveikt á aðflugsljósum á flugbrautinni og tók hann við vaktinni af hinum flugumferðarstjóranum.

Flugvélin lenti sextán mínútum síðar en í því aðflugi kom aftur upp viðvörun í MSAW kerfinu í flugturni þar sem upplýsingar um QNH var ennþá röng og var flugvélin í 842 feta hæð yfir jörðu í 3 mílna (nm) fjarlægð í stað 1.400 fetum sem hefði verið réttur aðflugsferill en skömmu síðar höfðu flugmennirnir flugbrautina í sjónmáli.

Í skýrslu frá frönsku rannsóknarnefndinni kemur fram að atvikið sé flokkað sem alvarlegt flugatvik og þá kemur einnig fram að ILS blindaðflugskerfið fyrir braut 27R hafi verið óvirkt og hafi því verið mjög mikilvægt við slíkar aðstæður að upplýsingar um QNH séu réttar.

  fréttir af handahófi

United íhugar að hætta öllu flugi um JFK í New York

7. september 2022

|

United Airlines hefur varað við því að flugfélagið gæti hætt öllu áætlunarflugi um John F. Kennedy flugvöllinn í New York í lok október vegna skorts á varanlegum afgreiðsluplássum á flugvellinum.

Flugmenn sem fljúga loftbelgjum þurfa núna heilbrigðisskírteini

17. nóvember 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa breytt reglugerð er varðar loftbelgi og þurfa flugmenn sem fljúga þeim núna að verða sér út um heilbrigðistvottorð ef þeir ætla sér að fljúga með farþega gegn g

FAA uppfærir flugöryggisstuðul Malasíu aftur í 1. flokk

3. október 2022

|

Flugöryggi í Malasíu er aftur komin í fyrsta flokk að mati bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hafa uppfært öryggisstuðul landsins á ný upp í Category 1.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00