flugfréttir

Heathrow biður íbúa afsökunar á flugumferð eftir miðnætti

14. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:07

Heathrow-flugvöllurinn í London að næturlagi

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur beðið íbúa afsökunar á því ónæði sem þeir hafa orðið fyrir vegna flugumferðar sem hefur átt sér stað undanfarna daga eftir miðnætti.

Um er að ræða flugvélar sem hafa orðið mjög seinar á áætlun vegna raskana bæði á Heathrow-flugvellinum og víðsvegar um Evrópu og er að færast í aukanna að flugvélar séu að lenda og fara í loftið eftir miðnætti en vanalega hefur flugvöllurinn þagnað um klukkan ellefu á kvöldin.

Vanalega hafa engar brottfarir átt sér stað milli klukkan 22:50 og 6:00 og þá hafa engar flugvélar verið að lenda eftir klukkan 22:55 til klukkan 4:40 á morgnana.

Síðastliðin laugardag voru hinsvegar þrjár flugvélar sem lentu eftir miðnætti á Heathrow-flugvelli en sú síðasta var flug á vegum British Airways sem var að koma frá Kalamata á Grikklandi sem lenti klukkan 00:31 eða meira en tveimur tímum á eftir áætlun. Þá lenti fyrsta komuflugið á sunnudagsmorgninum klukkan 4:33 eða sjö mínútum fyrir þann tíma sem lendingar eru leyfðar.

Fimmtug kona, sem býr í um 15 kílómetra fjarlægð frá Heathrow, segir í viðtali við breska dagblaðið Metro að svefninn hennar hafi raskast töluvert vegna flugvéla sem eru að fara seint í loftið og segir hún ómögulegt að reyna að sofna fyrir miðnætti.

Þá segir annar íbúi að vandamálið sé sérstaklega slæmt þessa daganna þegar mjög heitt hefur verið á nóttunni og sofi hann því með gluggann opinn og heyrir því hávaðann frá Heathrow langt frameftir kvöldi.

Mikil öngþveiti hafa verið í flugstöðvunum á Heathrow-flugvelli og hefur orðið gríðarleg röskun og seinkun á áætlunarflugi sl. daga og vikur sem að mestu leyti má rekja til skorts á starfsmönnum á flugvellinum.

Flugvöllurinn hefur meðal annars beðið flugfélög um að fækka flugferðum til flugvallarins og þá hefur stjórn vallarins gengið það langt að sum flugfélög hafa verið beðin um að stöðva sölu á flugmiðum til London Heathrow tímabundið til að draga úr álaginu.

  fréttir af handahófi

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Alaska Airlines pantar 52 Boeing 737 MAX þotur

26. október 2022

|

Alaska Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 52 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX og einnig samið um kauprétt á 105 þotum til viðbótar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00