flugfréttir
Heathrow biður íbúa afsökunar á flugumferð eftir miðnætti

Heathrow-flugvöllurinn í London að næturlagi
Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur beðið íbúa afsökunar á því ónæði sem þeir hafa orðið fyrir vegna flugumferðar sem hefur átt sér stað undanfarna daga eftir miðnætti.
Um er að ræða flugvélar sem hafa orðið mjög seinar á áætlun vegna raskana
bæði á Heathrow-flugvellinum og víðsvegar um Evrópu og er að færast í aukanna að flugvélar
séu að lenda og fara í loftið eftir miðnætti en vanalega hefur flugvöllurinn þagnað um klukkan ellefu
á kvöldin.
Vanalega hafa engar brottfarir átt sér stað milli klukkan 22:50 og 6:00 og þá hafa engar flugvélar verið að lenda eftir klukkan 22:55 til klukkan 4:40 á morgnana.
Síðastliðin laugardag voru hinsvegar þrjár flugvélar sem lentu eftir miðnætti
á Heathrow-flugvelli en sú síðasta var flug á vegum British Airways sem var að koma
frá Kalamata á Grikklandi sem lenti klukkan 00:31 eða meira en tveimur tímum
á eftir áætlun. Þá lenti fyrsta komuflugið á sunnudagsmorgninum klukkan 4:33
eða sjö mínútum fyrir þann tíma sem lendingar eru leyfðar.
Fimmtug kona, sem býr í um 15 kílómetra fjarlægð frá Heathrow, segir í viðtali
við breska dagblaðið Metro að svefninn hennar hafi raskast töluvert
vegna flugvéla sem eru að fara seint í loftið og segir hún ómögulegt að reyna að
sofna fyrir miðnætti.
Þá segir annar íbúi að vandamálið sé sérstaklega slæmt þessa daganna þegar
mjög heitt hefur verið á nóttunni og sofi hann því með gluggann opinn og heyrir
því hávaðann frá Heathrow langt frameftir kvöldi.
Mikil öngþveiti hafa verið í flugstöðvunum á Heathrow-flugvelli og hefur orðið
gríðarleg röskun og seinkun á áætlunarflugi sl. daga og vikur sem að mestu leyti
má rekja til skorts á starfsmönnum á flugvellinum.
Flugvöllurinn hefur meðal annars beðið flugfélög um að fækka flugferðum til flugvallarins og þá hefur stjórn vallarins gengið það langt að sum flugfélög
hafa verið beðin um að stöðva sölu á flugmiðum til London Heathrow tímabundið til að draga úr álaginu.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.