flugfréttir

Vara við róttækum niðurskurði ef verkfall dregst á langinn

- Tap SAS vegna verkfalls flugmanna nemur tæpum 2 milljörðum króna á dag

14. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:21

Verkfall flugmanna SAS hefur nú staðið yfir í 10 daga

Scandinavian Airlines (SAS) hefur varað við því að flugfélagið gæti þurft að grípa til róttækra aðgerða ef núverandi verkfall dregst á langinn.

SAS segir að mögulega þurfi flugfélagið að draga saman seglin og það í umtalsverðu mæli þar sem verkfallsaðgerðir flugmanna eru að kosta flugfélagið tæpa 2 milljarða króna á hverjum degi.

Flugfélagið nefnir aðgerðir á borð við að selja eignir félagsins, skera niður reksturinn og minnka umsvif leiðarkerfisins.

Mikil óánægja ríkir meðal flugmanna sem telja að SAS sé ekki að endurráða þá flugmenn sem var sagt upp störfum vegna heimsfaraldursins og saka þeir félagið um að vera að ráða ódýrt vinnuafl frá öðrum löndum gegnum starfsmannaleigur til þess að ná fram sparnaði.

Erno Hilen, fjármálastjóri SAS, segir að verkfallsaðgerðir flugmanna séu að gera viðkvæma fjármálastöðu SAS ennþá verri og flugfélagið hefur verið að reyna að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn og þá kemur verkfallið á versta tíma þegar mesti annatíminn er í gangi yfir hásumarið.

Fram kemur að mjög hratt mun ganga á lausafjárstöðu SAS með áframhaldandi verkfalli sem hefur nú þegar kostað flugfélagið um tæpa 18 milljarða króna frá því verkfallið hófst þann 4. júlí síðastliðinn.

SAS segir að verkfallið hafi nú þegar orðið til þess að félagið hafi þurft að aflýsa um 2.500 flugferðum sem hefur haft áhrif á um 270.000 farþega.

Gætu þurft að selja eignir og fækka flugvélum í flotanum

SAS hefur þurft þessa daganna að sanna fyrir lánadrottnum að félagið geti unnið áfram eftir rekstraráætluninni „SAS Forward“ sem miðast við að félagið geti ná fram sparnaði upp á 98 milljarða á ársgrundvelli en þau áform gætu farið út um þúfur vegna verkfallsins og þá geti það haft mjög slæm langtímaáhrif á félagið.

„Áframhaldandi verkfall flugmanna getur haft mikil áhrif á rekstur SAS sem það mun hefta aðgang félagsins að lánalínum er kemur að endurfjármögnun“, segir í yfirlýsingu frá félaginu.

SAS segir að ef svo fer þá þurfi að hefjast handa við að setja eignir á sölu, fækka flugvélum í flugflota og slíkar aðgerðir séu ekki afturkræfar í einhvern tíma og erfitt verði að koma rekstri félagsins aftur í það horf sem það er í dag.

  fréttir af handahófi

Air India undirbýr risapöntun í allt að 300 þotur

23. nóvember 2022

|

Air India er sagt vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus varðandi risastóra pöntun í allt að 300 nýjar farþegaþotur en flugfélagið indverska vinnur nú að því að auka umsvif sína í kjölfar heimsfar

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

80 nýir flugvellir bætast við á Indlandi á næstu fimm árum

3. október 2022

|

Stjórnvöld á Indlandi gera ráð fyrir að 80 nýir flugvellir munu bætast við í landinu á næstu fimm árum til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir flugi og fjölgun ferðamanna til landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00