flugfréttir

TSA bætir við valmöguleika fyrir kynsegin fólk við öryggisleit

- Kynsegin fólk þarf ekki að gefa upp upplýsingar um kyn með PreCheck

15. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Verkefnið er ætlað til að koma móts við baráttu um kynleysi á almenningsstöðum

Bandaríska samgönguöryggisstofnunin (TSA) hefur tilkynnt að búið sé að bæta við nýjum valmöguleika varðandi kyn sem farþegar geta valið er þeir forskrá sig til að fá forgang í gegnum öryggisleit á bandarískum flugvöllum.

Verkefnið er ætlað til að koma móts við baráttu kynsegins fólks á almenningsstöðum og segir TSA að nú geti farþegar fengið þann valkost að geta skráð það kyn sem þeir upplifa sig sem án þess að tilgreina kyn sitt við fæðingu.

TSA býður upp á þjónustu er kallast PreCheck þar sem farþegar geta losnað við biðraðir við öryggisleit á nokkrum flugvöllum vestanhafs og þurfa farþegar að skrá sig fyrst en í skráningarferlinu hefur hingað til aðeins verið hægt að velja um “karl” eða “konu” er kemur að kyni viðkomandi farþega.

„Markmið TSA er að allir farþegar njóti þá virðingar sem þeir eiga skilið og nýja skráningarkerfið í PreCheck verkefninu endurspeglar að við erum staðráðin í að koma til móts við þessa hópa“, segir David Pekoske, yfirmaður TSA.

Pekoske tekur fram að þessi breyting hafi engin áhrif á vopna -og öryggisleitina sjálfa sem fer fram án þess að greinarmunur sé gerður á kynþætti, húðlit, kyni, þjóðerni eða trú meðal farþega.

Með PreChek leitinni þurfa farþegar til að mynda ekki að taka af sér skónna eða taka fartölvur og önnur raftæki upp úr handfarangri eða fjarlægja belti af sér en samkvæmt tölfræði frá TSA þá þurfti 94% farþega, sem nota PreCheck-leiðina, að bíða innan við 5 mínútur í biðröð við öryggisleit í apríl síðastliðnum.

Fram kemur að þeir sem sækja um PreCheck forgang þurfa að framvísa leyfi til þess að gerð sé bakgrunnsskoðun og veita leyfi fyrir því að sótt eru gögn úr sakaskrá og greiða farþegar tæpar 12.000 krónur fyrir meðlimagjald í 5 ár.  fréttir af handahófi

Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

11. ágúst 2022

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Sofnuðu báðir og yfirflugu brautina í 37.000 fetum

19. ágúst 2022

|

Báðir flugmennirnir um borð í farþegaþotu frá Ethiopian Airlines sofnuðu í stjórnklefanum með þeim afleiðingum að flugvélin flaug framhjá þeim stað sem til stóð að hefja lækkun í átt að áfangastaðnum

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00