flugfréttir

Hafa aflýst yfir 15.000 flugferðum innan Evrópu í ágúst

16. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:06

Örtröð hefur skapast á flestum stærri flugvöllunum í Evrópu

Stærstu flugvellirnir í Evrópu eru farnir að grípa til örþrifaráða til þess að stemma stigu við fjölda flugfarþega og eru miklir flöskuhálsar farnir að skapa gríðarlegt vandamál með tilheyrandi töfum sem að mestu má rekja til skorts á starfsfólki.

Flugvöllurinn í Frankfurt hefur gripið til þess ráðst að takmarka fjölda flugtaka og lendinga á flugvellinum við 88 hreyfingar á klukkustund í von um að það muni setja meiri stöðugleika á flæði farþega um flugvöllinn.

Lufthansa tekur þessari ákvörðun fagnandi og segir Jens Ritter, framkvæmdarstjóri Lufthansa, að flugfélagið hafi nú þegar aflýst mörgum flugferðum til þess að lægja öldurnar í leiðarkerfinu.

Vandamálið á Frankfurt flugvellinum er tilkomið þar sem óvenju margir flugvallarstarfsmenn hafa hringt sig inn veika að undanförnu sem mögulega má rekja til álags, þrátt fyrir að búið var að gera tilraunir nokkrum sinnum til að minnka álagið með færri flugferðum til og frá vellinum.

Færa sum flug yfir til nágrannaborga við Amsterdam

Svipuð staða er uppi á teningnum á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þar sem biðraðir í öryggisleit hafa náð langt út fyrir flugstöðvarbygginguna en þar á bæ hafa einnig verið settar takmarkanir á tíðni flugferða.

Meðal annars hefur flugfélagið Royal Air Maroc ákveðið að fljúga nokkur flug frá Casablanca til Maastricht-flugvallarins og til Rotterdam þar sem ekki er pláss fyrir öll flug félagsins til Schiphol.

Royal Air Marco segir að félagið muni svo endurskoða þá ákvöðrun ef ástandið verður svipað um miðjan ágúst

Biðja farþega um að fresta ferðalögum

Á Heathrow-flugvellinum, þar sem ástandið hefur verið hvað verst, hefur British Airways nú beðið farþega um að fresta ferðalögum og bíða með að bóka flug þar sem flugfélagið breska nær ekki að halda utan um eftirspurnina.

Biðraðir á Gatwick-flugvellinum í London

British Airways hefur haft samband við alla þá farþega sem eiga bóða flug fram til 25. júlí og beðið þá um að íhuga þann möguleika að fresta fluginu þeim að kostnaðarlausu.

British Airways sagði upp 10.000 starfsmönnum í heimsfaraldrinum en vegna þessa hefur félaginu gengið erfiðlega að halda úti flugáætlun vegna skorts á starfsmönnum á sama tíma og metfjöldi farþega fyllir nú flugstöðvarnar á Heathrow-flugvellinum.

Nýjustu tölur frá fyrirtækinu Citrium sýnir að flugfélög víða um heim hafa aflýst 15.788 flugferðum í ágúst innan Evrópu en það flugfélag, sem hefur fellt niður flestar flugferðirnar, er Turkish Airlines en það flugfélag hefur aflýst 4.408 flugferðum innan Evrópu.

Því næst kemur British Airways með um 3.600 flugferðir sem feldar hafa verið niður og því næst easyJet með 2.045 flug sem hafa verið aflýst og svo Lufthansa með 1.888 flug og Wizz Air með 1.256 flugferðir.

Flugferðirnar 15 þúsund, sem felldar hafa verið niður í ágúst er þó aðeins 2 prósent af öllum þeim flugferðum sem eru áætlaðar í næsta mánuði í Evrópu.

  fréttir af handahófi

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Flugmenn hjá Eurowings hefja sólarhringsverkfall

6. október 2022

|

Flugmenn hjá þýska flugfélaginu Eurowings lögðu niður störf sín í dag eftir að ákveðið var að hefja eins dags verkfallsaðgerðir þann 6. október.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00