flugfréttir

Telur að bónusgreiðslur til að laða að flugmenn hafi skaðleg áhrif á flugnám

16. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:47

Robin Glover-Faure, formaður L3Harris Technologies

Flugskólinn og flugþjálfunarfyrirtækið L3Harris Technologies vinnur nú að því að færa út kvíarnar til þess að koma til móts við þann skort sem er á flugmönnum og fyrirbyggja enn frekar skort á næstu árum.

Robin Glover-Faure, formaður L3Harris, segir að skortur á flugmönnum hafi þegar verið byrjaður að gera vart við sig fyrir heimsfaraldurinn en ástandið líti ekki sérlega vel út núna eftir faraldurinn þar sem 50% samdráttur hefur orðið í flugnámi vegna þess ótta sem kom upp varðandi framtíðarhorfur í miðjum faraldrinum.

Glover-Faure segir að flugfélög hafi gripið til ýmissa ráða og m.a. boðið háar bónusgreiðslur til þess að laða að fleiri flugmenn en hans mat er að þau flugfélög ættu frekar að verja þeim fjármunum í flugnám til þess að tryggja öruggt flæði af nýjum flugmönnum á næstu árum.

Þá segir hann að bónusgreiðslur geri ástandið enn verra þar sem það laðar að flugkennara sem hætta að kenna þar sem þeir þiggja störf í atvinnuflugi sem skapar þá skort á flugkennurum til þess að kenna nýjum flugmönnum.

Diamond DA42 flughermir

Flugskólinn L3Harris Technologies stefnir á að fjölga útibúum flugskóla á næstunni til þess að koma til móts við skort á flugmönnum en til að mynda þá mun L3Harris taka í notkun ný húsakynni og stærri aðstöðu í flugskólanum í Cranfield í Bretlandi síðar í þessum mánuði.

Stækkunin kemur með fleiri kennslustofum fyrir bóklegt nám og þrjá nýja Diamond DA42 flugherma með nýjustu tækni þar sem ásýndin verður með mjög raunverulegri grafík.

Þá mun L3Harris bæta við flugþjálfun í flugskólanum í Sanford í Flórída sem miðast við kröfur EASA sem býður upp á ódýrari þjálfun í Bandaríkjunum áður en þeir ljúka þjálfun á tveggja hreyfla flugvélar með blindflugsáritun.  fréttir af handahófi

Flugu 1.000 ferðatöskum frá Heathrow í stað þess að fljúga tómri vél til baka

14. júlí 2022

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines brá á það ráð á dögunum að fljúga tómri Aibrus A330 breiðþotu til Bandaríkjanna frá London í þeim tilgangi að flytja ferðatöskur sem hafa hrannast upp á Heathro

BOC Aviation afskrifar sautján flugvélar í Rússlandi

19. ágúst 2022

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore hefur afskrifað sautján flugvélar sem eru staðsettar í Rússlandi en afskriftin nemur 112 milljörðum króna.

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00