flugfréttir

Telur að bónusgreiðslur til að laða að flugmenn hafi skaðleg áhrif á flugnám

16. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:47

Robin Glover-Faure, formaður L3Harris Technologies

Flugskólinn og flugþjálfunarfyrirtækið L3Harris Technologies vinnur nú að því að færa út kvíarnar til þess að koma til móts við þann skort sem er á flugmönnum og fyrirbyggja enn frekar skort á næstu árum.

Robin Glover-Faure, formaður L3Harris, segir að skortur á flugmönnum hafi þegar verið byrjaður að gera vart við sig fyrir heimsfaraldurinn en ástandið líti ekki sérlega vel út núna eftir faraldurinn þar sem 50% samdráttur hefur orðið í flugnámi vegna þess ótta sem kom upp varðandi framtíðarhorfur í miðjum faraldrinum.

Glover-Faure segir að flugfélög hafi gripið til ýmissa ráða og m.a. boðið háar bónusgreiðslur til þess að laða að fleiri flugmenn en hans mat er að þau flugfélög ættu frekar að verja þeim fjármunum í flugnám til þess að tryggja öruggt flæði af nýjum flugmönnum á næstu árum.

Þá segir hann að bónusgreiðslur geri ástandið enn verra þar sem það laðar að flugkennara sem hætta að kenna þar sem þeir þiggja störf í atvinnuflugi sem skapar þá skort á flugkennurum til þess að kenna nýjum flugmönnum.

Diamond DA42 flughermir

Flugskólinn L3Harris Technologies stefnir á að fjölga útibúum flugskóla á næstunni til þess að koma til móts við skort á flugmönnum en til að mynda þá mun L3Harris taka í notkun ný húsakynni og stærri aðstöðu í flugskólanum í Cranfield í Bretlandi síðar í þessum mánuði.

Stækkunin kemur með fleiri kennslustofum fyrir bóklegt nám og þrjá nýja Diamond DA42 flugherma með nýjustu tækni þar sem ásýndin verður með mjög raunverulegri grafík.

Þá mun L3Harris bæta við flugþjálfun í flugskólanum í Sanford í Flórída sem miðast við kröfur EASA sem býður upp á ódýrari þjálfun í Bandaríkjunum áður en þeir ljúka þjálfun á tveggja hreyfla flugvélar með blindflugsáritun.

  fréttir af handahófi

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

14. nóvember 2022

|

Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00