flugfréttir

Tvær Fokker 50 skemmast í lendingu í Afríku á 3 dögum

18. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 20:10

Önnur Fokker 50 flugvélin hraktist á í leningu í gær í Súdan á meðan hinn hvolfdi í lendingu í Mogadishu í dag

Síðastliðna tvo sólarhringa hafa tvær Fokker 50 flugvélar skemmst við lendingu í Afríku en fyrra skiptið átti sér stað í Súdan sl .laugardag en seinna atvikið átti sér stað í Sómalíu í dag.

Í fyrra skiptið var um að ræða Fokker 50 flugvél frá ICON Aviation sem var í fraktflugi á vegum Sameinuðu Þjóðanna en flugvélin var að lenda á moldarflugbraut í bænum Rubkona í Suður-Súdan eftir flug frá borginni Juba þegar vinsta hjólastellið gaf sig og féll saman í lendingu.

Atvikið olli skemmdum á loftskrúfu, hreyfli og væng en engan sakað um borð af þriggja manna áhöfn sem var í flugvélinni.

Seinna atvikið átti sér stað á flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu klukkan 8:28 í morgun að íslenskum tíma þegar flugvél af gerðinni Fokker 50 frá flugfélaginu Jubba Airways var að lenda í borginni eftir flug frá borginni Baidoa.

Fokker 50 flugvélin var að lenda í bænum Rubkona þegar vinstra hjólastellið féll saman

Sú flugvél endaði á hvolfi eftir lendingu og rifnaði vinstri vængur vélarinnar rifnaði af auk hreyfilsins og hafnaði hann annars staðar á brautinni og varð alelda.

Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki en 36 manns voru um borð í vélinni og var hægt að bjarga öllum frá borði. Flugmálayfirvöld í Sómalíu segja að þau hafa hafið rannsókn á slysinu og verði bráðabirgðarskýrsla birt á næstu vikum.

Flugvélin ber skráninguna 5Y-JXN og var hún upphaflega afhent til Lufthansa CityLine árið 1992 en meðal annarra flugfélaga, sem höfðu flugvélina í rekstri sínum eftir það, voru Air Nostrum, Denim Air og því næst Skyward International Aviation.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00