flugfréttir

Erna Hjaltalín frumkvöðull í flugi heiðruð

22. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Erna var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf, atvinnuflugmannspróf og að öðlast réttindi loftsiglingafræðings.

Flugakademía Íslands mun heiðra Ernu Hjaltalín, mikinn frumkvöðul í íslenskri flugsögu, fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna eina af kennsluvélum skólans eftir Ernu og verður athöfnin haldin í verklegri aðstöðu Flugakademíu Íslands á Reykjavíkurflugvelli.

Erna Hjaltalín, fædd árið 1932, er ein merkasta kona íslenskrar flugsögu sem hefur veitt mörgum konum innblástur. Erna smitaðist ung af flugdellunni og vildi ólm kanna háloftin. Erna var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf, atvinnuflugmannspróf og að öðlast réttindi loftsiglingafræðings.

Erna fékk þó því miður ekki sömu tækifæri og samnemendur sínir í flugskólanum, sem allir voru karlmenn og fengu fastráðningu hjá Loftleiðum að loknu atvinnuflugmannsprófi. Erna var því hvorki fastráðin atvinnuflugmaður né loftsiglingafræðingur á sinni ævi, en þó átti hún að baki 217 klukkustundir sem flugmaður, 462 klukkustundir sem loftsiglingafræðingur og sem flugfreyja flaug Erna í fleiri tugi þúsunda klukkustundir.

Þrátt fyrir að Erna hafi ekki fengið sömu tækifæri og samnemendur sínir að þá ruddi hún svo sannarlega farveginn til framtíðar fyrir konur í flugi. Í dag er Ísland fremst í flokki meðal annara þjóða hvað varðar kynjahlutföll flugmanna þrátt fyrir að enn sé rými til bætinga.

Erna lést þann 14. maí 2021 og fá því afkomendur hennar þann heiður að fara í fyrstu flugferðina á nýnefndri Ernu Hjaltalín í lok athafnar. Athöfnin fer fram kl. 16.30 þann 28. júlí. Athöfnin er opin öllum og hvetjum við fólk til að mæta á svæðið og heiðra Ernu Hjaltalín með okkur.

Þetta er liður í því að heiðra frumkvöðla í íslenskri flugsögu en áður hefur Flugakademían nefnt kennsluvélar eftir Alfreð Elíassyni stofnanda Loftleiða, Arngrími Jóhanssyni flugstjóra og stofnanda Air Atlanta, Herði Guðmundssyni stofnanda flugfélagsins Ernis og Dagfinni Stefánssyni einum af stofnendum Loftleiða.  fréttir af handahófi

Byrja að setja saman skrokk fyrir A220 þoturnar í Casablanca

28. júní 2022

|

Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

Vara við róttækum niðurskurði ef verkfall dregst á langinn

14. júlí 2022

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur varað við því að flugfélagið gæti þurft að grípa til róttækra aðgerða ef núverandi verkfall dregst á langinn.

Air Baltic byrjar að losa sig við Dash 8-400 flugvélarnar

21. júlí 2022

|

Lettneska flugfélagið Air Baltic er byrjað að taka úr umferð De Havilland Dash 8-400 flugvélarnar og hafa þær fyrstu yfirgefið flugflotann.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00