flugfréttir
Ekki sama holskeflan af pöntunum og verið hefur áður

Boeing 777-9 á Farnborough-flugsýningunni
Ekki hefur farið fyrir neinni holskeflu af pöntunum í nýja flugvélar á Farnborough-flugsýningunni á Englandi líkt og oft hefur verið á fyrri flugsýningum.
Í frétt frá fréttamiðlinum Flightglobal kemur fram að ekki hafi verið gerðar
eins margar pantanir og margir áttu von á og þá fór lítið fyrir stórum
pöntunum frá asískum flugfélögum á borð við flugfélögum á Indlandi og í suðausturhluta
Asíu sem hafa vanalega komið með stórar pantanir.
Meðal þeirra pantanna sem voru hvað mest áberandi á Farnborough var
pöntun frá Delta Air Lines í 100 Boeing 737 MAX þotur og pöntun Qatar Airways í 25 þotur sömu gerðar en aðrar pantanir voru töluvert minni.
Christian Scherer, sölustjóri Airbus, benti á sl. miðvikudag að framleiðandinn
sé komin með nýjar pantanir í yfir 500 þotur á þessu ári og séu menn þar á bæ
mjög ánægðir með þá tölu og þá bendir hann á að viðræður hafi farið fram á bakvið tjöldin á sýningunni
við marga viðskiptavini.
Fram kemur að á vissan hátt sé hófsemi í fjölda pantanna á flugsýningum
vanalega merki um eðlilegri þróun og komi það ekki á óvart þegar flugiðnaðurinn
sé að koma sér upp úr umhverfi sem hefur einkennst af einum skæðasta heimsfaraldri sem haft hefur áhrif á flugiðnaðinn.
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines, kom inn á svipaða hluti sl. miðvikudag
er flugfélagið tilkynnti um afkomu sína eftir annan ársfjórðung og nefndi
hann að þótt það sé mjög jákvætt að tölurnar væru aftur komnar yfir í hagnað þá
sé nauðsynlegt að vera undirbúinn fyrir þrjá áhættuþætti sem gætu orðið krefjandi
næstu 18 mánuðina.
Þeir þættir eru krefjandi aðstæður í rekstri flugfélaga sem takmarkar framboð, himinhátt
eldsneytisverð og auknar líkur á efnahagslægð á ýmsum mörkuðum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.