flugfréttir

Flugstjóri strunsaði frá borði eftir deilur við flugmanninn

- Snéri við að brottfararhliði rétt fyrir flugtak frá Washington til San Francisco

22. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:12

Atvikið átti sér stað á Dulles-flugvellinum í Washington sl. mánudag

Seinkun varð á flugi Alaska Airlines frá Washington D.C. til San Francisco sl. mánudag eftir að flugstjóri vélarinnar yfirgaf stjórnklefann þar sem honum og aðstoðarflugmanninum kom ekki saman.

Flugmennirnir tveir voru að undirbúa brottför um borð í þotu af gerðinni Airbus A320 á Dulles-flugvellinum þegar atvikið átti sér stað.

Fram kemur að flugvélin hafi verið byrjuð að aka í átt að flugbrautinni þegar annar flugmannanna ávarpar farþega í kallkerfinu og tilkynnir þeim að hann ætli að snúa flugvélinni við og leggja henni aftur að landgangnum þar sem það fer ekki vel á milli þeirra fram í stjórnklefanum.

„Eftir tveggja tíma seinkun á flugi AS1080 þá voru flugmennirnir að snúa við að hliðinu og fór annar þeirra frá borði þar sem þeim samdi ekki nógu vel - Ekkert smá ófagmannlegt - Flugfreyjurnar eru að reyna að gera sitt besta og hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi“, skrifaði einn farþeginn á Twitter aðganginn sinn.

Að sögn farþega þá hafði þegar orðið töluverð seinkun á fluginu vegna þrumuveðurs í nágrenni Washington en þeir þurftu að bíða í meira en tvær klukkustundir á meðan Alaska Airlines reyndi að finna annan flugstjóra til þess að koma og fljúga vélinni.

Upphaflega átti flugvélin að fara í loftið frá Dulles-flugvellinum klukkan 16:10 að staðartíma en fór ekki í loftið fyrr en klukkan 19:30 og lenti í San Francisco tveimur og hálfri klukkustund á eftir áætlun.

Að sögn eins farþega um borð þá var flugstjórinn „rjúkandi“ illur er hann yfirgaf flugvélina en ekki er vitað hvað gekk á milli hans og hins flugmannsins.

Enn annar farþeginn tjáði sig á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem hann segir að mikil fagnaðarlæti hafi brutist út meðal farþega þegar nýr flugstjóri birtist loksins til þess að fljúga vélinni.

Flugmenn hjá Alaska Airlines hafa átt í kjaradeilum við stjórn flugfélagsins sl. eitt ár en flugmenn félagsins hafa lengi kvartað yfir því að þeir séu látnir vinna allt of mikið og njóti ekki þess sveigjanleika sem flugmenn hjá öðrum flugfélögum njóti er kemur að vaktafyrirkomulagi.

Flugstjórinn gengur í gegnum flugstöðina á Dulles-flugvelli eftir að hafa yfirgefið flugvélina:  fréttir af handahófi

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Ekki sama holskeflan af pöntunum og verið hefur áður

22. júlí 2022

|

Ekki hefur farið fyrir neinni holskeflu af pöntunum í nýja flugvélar á Farnborough-flugsýningunni á Englandi líkt og oft hefur verið á fyrri flugsýningum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00