flugfréttir

Brúsi skerti hreyfigetu stýra sem olli ofrisi í flugtaki

- Birta skýrslu varðandi atvik er Diamond DA40 brotlenti skömmu eftir flugtak

25. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 15:25

Fimmta brúsanum hafði verið komið fyrir framm í á gólfinu sem takmarkaði hreyfigetu stýranna

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að brúsi með afísingarvökva, sem hafði verið komið fyrir á gólfinu um borð í lítilli flugvél af gerðinni Diamond DA40, hafi valdið því að flugmaður vélarinnar náði ekki að koma sér út úr ofrisi í flugtaki á Cranfield-flugvellinum á Englandi í desember fyrir einu og hálfu ári síðan.

Atvikið átti sér stað þann 12. desemeber 2020 en búið var að setja fimm brúsa með afísingarvökva um borð í flugvélina en fjórum brúsum var komið fyrir í aftursæti vélarinnar og sá fimmti var settur á gólfið frammí sem takmarkaði hreyfigetu stýranna.

Fram kemur að þyngd vélarinnar var nálægt hámarksflugtaksþunga og var vélin frekar afturþung í þokkabót en þyngdarútreikningar vélarinnar voru þó innan marka.

Ekki er vitað hver hraði vélarinnar var í flugtaki né hvort flugvélin hafi tekist á loft undir æskilegum flugtakshraða en ef svo er þá er talið að geta stýranna til þess að setja nefið niður til að ná upp hraða eftir flugtak hafi verið verulega skert vegna brúsans.

Í eftirlitsmyndavélum á flugvellinum sést hvar flugvélin vaggar til og frá um 5 sekúndum eftir flugtak og er talið að vélin hafi náð mest 200 feta hæð áður en hún missir hæð og tekur vinstri beygju, fellur á vænginn og brotlendir á flugvallarsvæðinu um 12 sekúndum eftir flugtak.

Flugmaður vélarinnar, sem er flugkennari, lifði slysið af en slasaðist töluvert en til stóð að fljúga til Bournemouth flugvallarins og var um að ræða flug á vegum flugskóla eins í Bretlandi.

Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að ekki hafi verið nægilega vel gengið frá brúsunum og þá var flutningurinn á afísingarvökvunum þvert á móti því sem reglugerðir segja til um varðandi flug með hættulegan varning.

  fréttir af handahófi

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

Fjögurra hreyfla þotur verða bannaðar í Ísrael

5. september 2022

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að banna notkun júmbó-þotunnar í landinu ásamt öðrum fjögurra hreyfla flugvélum frá og með 31. mars á næsta ári á grundvelli umhverfisáhrifa og hljóðmengunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00