flugfréttir
Lufthansa aflýsir yfir 1.000 flugferðum vegna verkfalls

Verkfallsagerðirnar munu hefjast klukkan 3:45 í nótt og standa yfir til klukkan 6:00 þann 28. júlí
Lufthansa hefur aflýst yfir 1.000 flugferðum á morgun vegna yfirvofandi verkfalls meðal flugvallarstarfsmanna sem eru meðlimir í verkalýðsfélaginu Verdi.
Um er að ræða 20.000 starfsmenn innan Lufthansa Group sem fara fram á hærri laun og betri kjör
og þyngir þetta róður Lufthansa enn frekar sem er nú þegar að berjast við miklar tafir og raskanir
á flugáætlun sinni innan Evrópu.
Fram kemur að Lufthansa hefur aflýst 678 flugferðum um flugvöllinn í Frankfurt og 345 flugferðum
um flugvöllinn í Munchen og voru einhverjar flugferðir felldar niður í dag en mest er um að ræða
flug sem voru áætluð á morgun, 27. júlí.
Verkalýðsfélagið Verdi boðaði til verkfallsaðgerða í gær til þess að setja aukinn þrýsting
á næstu kjaraviðræður sem framundan eru en einnig er verið að leggja áherslu á það
gríðarlega álag sem er á starfsfólk á flugvöllum vegna skorts á starfsmönnum þar sem
flugvellir eru undirmannaðir.
„Eftir aðeins tveggja daga samningaviðræður þá hefur Verdi lýst yfir verkfalli sem varla
getur talist viðvörun þar sem verkfallið nær til allra flugvalla í landinu“, segir Michael
Niggemann, yfirmaður yfir starfsmannadeild Lufthansa.
Verkfallsagerðirnar munu hefjast klukkan 3:45 í nótt og standa yfir til klukkan 6:00
þann 28. júlí en kjaraviðræður munu hefjast næst þann 3. ágúst.


4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.