flugfréttir

Ryanair mun áfrýja dómi ESB varðandi ólögmæta styrki

- Saka félagið um að hafa þegið ólögmæta styrki frá franska ríkinu

27. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:10

Boeing 737-800 vélar Ryanair

Ryanair segist ætla að áfrýja niðurstöðu Evrópusambandsins sem sakar flugfélagið um að hafa þegið ólögmæta ríkisstyrki frá franska ríkinu til þess að hafa haldið uppi reglubundnu áætlunarflugi um Le Rochelle flugvöllinn í Frakklandi frá árinu 2003 til ársins 2010.

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að tvö flugfélög hafi þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórn Frakklands frá árinu 2001 til 2012 til þess að fljúga til La Rochelle og Beauvais flugvallanna en flugfélögin eru Ryanair og Jet2.

Í máli Jet2 kemur fram að sá styrkur hafi aðeins numið 11.3 milljónum króna en varðandi Ryanair þá kemur fram að félagið hafi þegið 8.4 milljón evrur í styrki frá franska ríkinu sem samsvarar 1.1 milljarði króna.

Í niðurstöðuskýrslu frá Evrópusambandinu segir að styrkirnir hafi verið mjög óheiðarlegir gagnvart öðrum flugfélögum og hafi flugfélögin veitt þeim óheiðarlega samkeppni með því að taka við þessum styrkjum.

Ryanair hefur svarað þessari niðurstöðu á þá leið að Evrópusambandið hafi gefið samþykki til annarra flugfélaga til þess að þiggja 40 milljarða evra í styrki á sama tíma og þar á meðal til flugfélaga sem fóru samt sem áður á hausinn eftir að hafa þegið styrki.

„Núna ehfur Margrethe Vestager, yfirmaður framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, komist að þeirri stórfurðulega niðustöðu að okkar styrkur fyrir flugi til La Rochelle flugvallarins hafi verið ólöglegur“, segir í yfirlýsingu frá Ryanair sem tekur fram að flugfélagið muni áfrýja dómnum.  fréttir af handahófi

Flugmenn hjá Qatar Airways þora ekki að tilkynna þreytu

8. september 2022

|

Flugmenn hjá flugfélaginu Qatar Airways hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þreytu sem er orðið útbreitt vandamál meðal flugmanna hjá félaginu.

Aena fær leyfi fyrir rekstri á 11 flugvöllum í Brasilíu

19. ágúst 2022

|

Spænska flugvallarrekstrarfyrirtækið Aena hefur fengið leyfi til þess að reka og hafa yfirumsjón með ellefu flugvöllum í Brasilíu í kjölfar útboðs sem haldið var nýlega.

Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

1. september 2022

|

Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetn

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00