flugfréttir

Spirit samþykkir að sameinast JetBlue

- Hætta við samrunann við Frontier Airlines

28. júlí 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:31

Ef sameiningin nær fram að ganga verður lokið við samrunann Spirit og JetBlue árið 2024

Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines samþykkti í dag yfirtökutilboð JetBlue Airways og skilur félagið Frontier Airlines eftir úti í kuldanum og eru því öll áform um fyrirhugaðan samruna við Frontier farin út um þúfur.

Það var í febrúar á þessu ári sem Spirit Airlines og Frontier Airlines tilkynntu um fyrirhugaðan samruna eftir að það síðarnefnda kom með tilboð í félagið.

Tveimur mánuðum síðar kom bandaríska flugfélagið JetBlue skyndilega fram með óvænt tilboð sem Spirit Airlines ákvað að skoða en á endanum var ákveðið að halda sig við samrunann við Frontier Airlines.

Síðan þá hefur JetBlue komið nokkrum sinnum með ný tilboð sem Spirit hefur skoðað en ætíð á endanum talið Frontier vera betri kost er kemur að sameiningu.

Farþegaþotur Spirit Airlines og JetBlue á Logan-flugvellinum í Boston

Í dag tilkynnti JetBlue að félagið hefði náð samkomulagi við Spirit um kaup á félaginu og hljómar kaupverðið upp á 3.6 milljarða Bandaríkjadali sem samsvarar 492 milljörðum króna.

Fram kemur að stefnt er að því að ljúka við kaupsamninginn á fyrri helming ársins 2024 en tilboðið bíður þó samþykkis meðal hluthafa Spirit Airlines og bandarískra samkeppnisyfirvalda.

Ted Christie, framkvæmdarstjóri Spirit Airlines, segist mjög ánægður og spenntur fyrir samrunanum við JetBlue og segir hann að með sameiningunni verður til eitt öflugasta lágfargjaldaflugfélag Bandaríkjanna.

Verður 5. stærsta flugfélag Bandaríkjanna ef samruninn nær að ganga í gegn

Christie hafði áður nefnt að samruni við JetBlue yrði mjög krefjandi upp á að fá samþykki frá yfirvöldum en eftir að hluthafar Spirit greiddu atkvæði í gær, 27. júlí, breytti Christie um skoðun sína varðandi þau áhyggjuatriði.

Með sameiningunni verður til 5. stærsta flugfélag Bandaríkjanna á eftir American Airlines, Delta Air Lines, Southwest Airlines og United Airlines.

Fram kemur að ef sameiningin fær samþykki frá stjórnvöldum vestanhafs mun sameinaði flugfloti flugfélaganna tveggja telja 460 flugvélar en Spirit Airlines hefur í dag 177 flugvélar í flota sínum á meðan JetBlue hefur 282 flugvélar.

Ekki eru allir á því máli að fyrirhugaður samruni Spirit við JetBlue sé af hinu góða en John Samuelsen, formaður verkalýðsfélagsins Transport Workers Union, telur að starfsfólk flugfélaganna og farþegar hafa ástæðu til þess að vera á varðbergi varðandi þessa útkomu.

„Samgönguráðuneytið þarf að fara mjög ítarlega í viðskiptamódel JetBlue og skoða öll þau neikvæðu áhrif sem samruninn gæti orsakað á starfsfólk og viðskiptavini áður en þetta verður samþykkt“, segir Samuelsen.  fréttir af handahófi

Fá leyfi frá Rússum til að skila tveimur 737 MAX þotum

7. september 2022

|

Stjórnvöld í Rússlandi hafa gefið fyrirtækinu S7 Group leyfi til þess að skila tveimur Boeing 737 MAX til eigenda sinna en þoturnar voru í flota dótturfélagsins S7 Airlines.

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Sofnuðu báðir og yfirflugu brautina í 37.000 fetum

19. ágúst 2022

|

Báðir flugmennirnir um borð í farþegaþotu frá Ethiopian Airlines sofnuðu í stjórnklefanum með þeim afleiðingum að flugvélin flaug framhjá þeim stað sem til stóð að hefja lækkun í átt að áfangastaðnum

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00