flugfréttir

Svartar ferðatöskur ein orsökin á töfum við flokkun í Frankfurt

- Mælir með að farþegar fái sér litríkar ferðatöskur í skærum litum

2. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Stefan Schulte segir að farþegar með lítríkar ferðatöskur fái farangurinn fyrr í hendurnar

Þýskum flugfarþegum hefur verið ráðlagt að ferðast með litríkar og skræpóttar ferðatöskur ef þeir vilja fá farangurinn sinn fyrr í hendurnar ef þeir lenda í því að farangurinn týnist.

Þetta sagði Stefan Schulte, yfirmaður Fraport flugvallarfyrirtæksins sem rekur meðal annars flugvöllinn í Frankfurt, en Schulte segir að ein aðalsörsök þess að langan tíma tekur að flokka farangur á Frankfurt-flugvellinum og finna týndar ferðatöskur megi rekja m.a. til þess að flestir farþegar ferðast um með svartar ferðatöskur.

Flugvöllurinn í Frankfurt er einn af mörgum af þeim stærri flugvöllum í Evrópu þar sem miklar tafir hafa verið í sumar vegna skorts á starfsmönnum og hafa farþegar þurft að bíða í margar klukkustundir eftir að fá farangurinn sinn afhentan.

Erfitt að finna eina tiltekna svarta tösku unnan um allar aðrar svörtu töskurnar

Schulte sagði í viðtali við þýska fjölmiðla að hann mælir með að farþegar reyni eins og kostur er að ferðast aðeins með handfarangur en ef nauðsyn sé að vera með innritaðan farangur þá segir hann að svört ferðataska geri það enn erfiðara fyrir starfsfólk að leita að töskum eða koma auga á þær innan um allar hinu svörtu töskurnar.

Þessi ferðataska á samkvæmt þessi meiri möguleika á að skila sér í hendur eiganda síns heldur en svört ferðataska

„Margir farþegar ferðast um með stórar svartar ferðatöskur á hjólum sem gerir það að verkum að finna þær verður mjög tímafrekt“, segir Thomas Kirner, talsmaður Frankfurt-flugvallarins en hann tekur fram að fjöldi ferðataskna sem enn á eftir að koma í hendur farþega fari þó lækkandi og er talið að enn eigi eftir að afhenda 2.000 töskur til eigenda sinna.

Frankfurt-flugvöllurinn sagði upp 4.000 starfsmönnum fyrir heimsfaraldurinn og hefur gengið erfiðlega að manna allar stöður á sama tíma og fjöldi flugfarþega er í hæstu hæðum núna yfir sumartímann.  fréttir af handahófi

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Flugstjóri strunsaði frá borði eftir deilur við flugmanninn

22. júlí 2022

|

Seinkun varð á flugi Alaska Airlines frá Washington D.C. til San Francisco sl. mánudag eftir að flugstjóri vélarinnar yfirgaf stjórnklefann þar sem honum og aðstoðarflugmanninum kom ekki saman.

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn verður meðlimur í Star Alliance

5. júlí 2022

|

Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn mun gangast í flugfélagabandalagið Start Alliance í næsta mánuði en fyrirtækið verður fyrsti meðlimurinn til þess sem er ekki í flugrekstri og rekur ekki flugféla

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00