flugfréttir

Svartar ferðatöskur ein orsökin á töfum við flokkun í Frankfurt

- Mælir með að farþegar fái sér litríkar ferðatöskur í skærum litum

2. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Stefan Schulte segir að farþegar með lítríkar ferðatöskur fái farangurinn fyrr í hendurnar

Þýskum flugfarþegum hefur verið ráðlagt að ferðast með litríkar og skræpóttar ferðatöskur ef þeir vilja fá farangurinn sinn fyrr í hendurnar ef þeir lenda í því að farangurinn týnist.

Þetta sagði Stefan Schulte, yfirmaður Fraport flugvallarfyrirtæksins sem rekur meðal annars flugvöllinn í Frankfurt, en Schulte segir að ein aðalsörsök þess að langan tíma tekur að flokka farangur á Frankfurt-flugvellinum og finna týndar ferðatöskur megi rekja m.a. til þess að flestir farþegar ferðast um með svartar ferðatöskur.

Flugvöllurinn í Frankfurt er einn af mörgum af þeim stærri flugvöllum í Evrópu þar sem miklar tafir hafa verið í sumar vegna skorts á starfsmönnum og hafa farþegar þurft að bíða í margar klukkustundir eftir að fá farangurinn sinn afhentan.

Erfitt að finna eina tiltekna svarta tösku unnan um allar aðrar svörtu töskurnar

Schulte sagði í viðtali við þýska fjölmiðla að hann mælir með að farþegar reyni eins og kostur er að ferðast aðeins með handfarangur en ef nauðsyn sé að vera með innritaðan farangur þá segir hann að svört ferðataska geri það enn erfiðara fyrir starfsfólk að leita að töskum eða koma auga á þær innan um allar hinu svörtu töskurnar.

Þessi ferðataska á samkvæmt þessi meiri möguleika á að skila sér í hendur eiganda síns heldur en svört ferðataska

„Margir farþegar ferðast um með stórar svartar ferðatöskur á hjólum sem gerir það að verkum að finna þær verður mjög tímafrekt“, segir Thomas Kirner, talsmaður Frankfurt-flugvallarins en hann tekur fram að fjöldi ferðataskna sem enn á eftir að koma í hendur farþega fari þó lækkandi og er talið að enn eigi eftir að afhenda 2.000 töskur til eigenda sinna.

Frankfurt-flugvöllurinn sagði upp 4.000 starfsmönnum fyrir heimsfaraldurinn og hefur gengið erfiðlega að manna allar stöður á sama tíma og fjöldi flugfarþega er í hæstu hæðum núna yfir sumartímann.

  fréttir af handahófi

Alaska Airlines pantar 52 Boeing 737 MAX þotur

26. október 2022

|

Alaska Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 52 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX og einnig samið um kauprétt á 105 þotum til viðbótar.

Þrjár risaþotur til viðbótar munu hefja sig til flugs næsta sumar

31. október 2022

|

Lufthansa stefnir á að duska rykið af fleiri Airbus A380 risaþotum og hefur flugfélagið þýska eyrnarmerkt þrjár risaþotur til viðbótar fyrir sumartraffíkina árið 2023 sem verða staðsettar á flugvelli

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00