flugfréttir
Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar
- Stjórnarmeðlimir félagsins slást í hópinn í hlaðdeildinni

Stjórnarmeðlimir Qantas þurfa að fara í hlaðdeildina að minnsta kosti fimm daga vikunnar, næstu þrjá mánuðina
Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfirmenn að taka að sér nýtt samvinnuverkefni sem snýst um að þeir taki að sér ýmiss flugvallarstörf í að minnsta kosti fimm daga vikunnar, næstu þrjá mánuðina.
Margir af yfirmönnum Qantas hafa sinnt flugvallarstörfum á árum áður
þegar þeir stigu sín fyrstu skref hjá flugfélaginu en fæstir áttu þó
von á því að þeir yrðu beðnir um að hlaupa í þau störf í dag þegar þeir eru komnir
í stjórn félagsins.
Í skilaboðum til stjórnarformanna sem Qantas sendi frá sér kemur fram að félagið
þurfi að minnsta kosti 100 yfirmenn í hinu fjölbreyttu störf á flugvöllum víða um
Ástralíu og er tekið fram að á meðan þeir sinna þeim störfum þurfi þeir ekki
að sinna stjórnunarstörfum á sama tíma.
Colin Hughes, flugrekstarstjóri hjá Qantas, segir að þeir muni fá vaktafyrirkomulag
í hendur í hlaðdeildinni og muni þeir sjá um að koma farangri um borð, keyra
flugvallarökutæki sem þjónustu flugvélar Qantas og koma farangri frá borði inn í
farangursflokkunarsali.
Sögðu upp 1.700 flugvallarstarfsmönnum í heimsfaraldrinum
Qantas sagði upp um 1.700 starfsmönnum í flugvallarþjónustudeild sinni
í heimsfaraldrinum en dómstóll í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma
að þær uppsagnir hafi brotið í bága við reglugerðir um starfsmannamál en Qantas hefur áfrýjað þeim úrskurði.

Ástandið á flugvöllum í Ástralíu hefur verið álíka slæmt og í Evrópu
Orðstýr Qantas sem eitt áreiðanlegasta flugfélag Ástralíu og uppáhaldsflugfélag
meðal Ástrala hefur orðið fyrir miklum skaða sl. mánuði þar sem flugvélar hafa
skilið farangur eftir, biðtími eftir að ná á þjónustufulltrúa í síma telur margar
klukkustundir auk þess sem stundvísi félagsins er í molum.
Talsmaður Qantas segir að fara þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna
eins slæma tíma á atvinnumarkaðnum þar sem fjöldi kórónaveirusmita er enn
í hæstu hæðum í landinu á sama tíma og eftirspurn eftir flugi er komin á fullt skrið.
Fram kemur að í júní og júlí hafi 9 af hverjum 1.000 ferðatöskum glatast hjá Qantas, farið á ranga
áfangastaði eða ekki skilað sér sem er óvenju hátt hlutfall samanborið við 3 af hverjum
1.000 hjá samkeppnisflugfélaginu Virgin Australía en fram kemur að þessi
tala hafi náð 20 ferðatöskum hjá Qantas um síðastliðna páska.
Bæði Qantas og Virgin Australia hafa þurft að aflýsta flugferðum og draga saman
flugáætlunina vegna skorts á starfsfólki og óvenju hás hlutfalls veikindadaga meðal
starfsmanna.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.