flugfréttir

Qantas biður yfirmenn að hlaða ferðatöskum í flugvélar

- Stjórnarmeðlimir félagsins slást í hópinn í hlaðdeildinni

8. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 08:56

Stjórnarmeðlimir Qantas þurfa að fara í hlaðdeildina að minnsta kosti fimm daga vikunnar, næstu þrjá mánuðina

Stjórnarmeðlimir hjá ástralska flugfélagið Qantas þurfa sennilega á næstu dögum og vikum að taka að sér að hlaða ferðatöskum um borð í flugvélar félagsins en stjórn Qantas hefur beðið þá og aðra yfirmenn að taka að sér nýtt samvinnuverkefni sem snýst um að þeir taki að sér ýmiss flugvallarstörf í að minnsta kosti fimm daga vikunnar, næstu þrjá mánuðina.

Margir af yfirmönnum Qantas hafa sinnt flugvallarstörfum á árum áður þegar þeir stigu sín fyrstu skref hjá flugfélaginu en fæstir áttu þó von á því að þeir yrðu beðnir um að hlaupa í þau störf í dag þegar þeir eru komnir í stjórn félagsins.

Í skilaboðum til stjórnarformanna sem Qantas sendi frá sér kemur fram að félagið þurfi að minnsta kosti 100 yfirmenn í hinu fjölbreyttu störf á flugvöllum víða um Ástralíu og er tekið fram að á meðan þeir sinna þeim störfum þurfi þeir ekki að sinna stjórnunarstörfum á sama tíma.

Colin Hughes, flugrekstarstjóri hjá Qantas, segir að þeir muni fá vaktafyrirkomulag í hendur í hlaðdeildinni og muni þeir sjá um að koma farangri um borð, keyra flugvallarökutæki sem þjónustu flugvélar Qantas og koma farangri frá borði inn í farangursflokkunarsali.

Sögðu upp 1.700 flugvallarstarfsmönnum í heimsfaraldrinum

Qantas sagði upp um 1.700 starfsmönnum í flugvallarþjónustudeild sinni í heimsfaraldrinum en dómstóll í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að þær uppsagnir hafi brotið í bága við reglugerðir um starfsmannamál en Qantas hefur áfrýjað þeim úrskurði.

Ástandið á flugvöllum í Ástralíu hefur verið álíka slæmt og í Evrópu

Orðstýr Qantas sem eitt áreiðanlegasta flugfélag Ástralíu og uppáhaldsflugfélag meðal Ástrala hefur orðið fyrir miklum skaða sl. mánuði þar sem flugvélar hafa skilið farangur eftir, biðtími eftir að ná á þjónustufulltrúa í síma telur margar klukkustundir auk þess sem stundvísi félagsins er í molum.

Talsmaður Qantas segir að fara þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna eins slæma tíma á atvinnumarkaðnum þar sem fjöldi kórónaveirusmita er enn í hæstu hæðum í landinu á sama tíma og eftirspurn eftir flugi er komin á fullt skrið.

Fram kemur að í júní og júlí hafi 9 af hverjum 1.000 ferðatöskum glatast hjá Qantas, farið á ranga áfangastaði eða ekki skilað sér sem er óvenju hátt hlutfall samanborið við 3 af hverjum 1.000 hjá samkeppnisflugfélaginu Virgin Australía en fram kemur að þessi tala hafi náð 20 ferðatöskum hjá Qantas um síðastliðna páska.

Bæði Qantas og Virgin Australia hafa þurft að aflýsta flugferðum og draga saman flugáætlunina vegna skorts á starfsfólki og óvenju hás hlutfalls veikindadaga meðal starfsmanna.  fréttir af handahófi

Aena fær leyfi fyrir rekstri á 11 flugvöllum í Brasilíu

19. ágúst 2022

|

Spænska flugvallarrekstrarfyrirtækið Aena hefur fengið leyfi til þess að reka og hafa yfirumsjón með ellefu flugvöllum í Brasilíu í kjölfar útboðs sem haldið var nýlega.

Pantanir í yfir 250 Boeing 737 MAX þotur á 4 dögum

21. júlí 2022

|

Boeing hefur tryggt sér pantanir í 267 þotur á þeim fjórum dögum sem liðnir eru af Farnborough flugsýningunni sem hófst sl. mánudag.

Stutt hlé reglulega gert á framleiðslu á 737 MAX

19. september 2022

|

Boeing hefur reglulega þurft að grípa til þess ráðs að gera stutt hlé á framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum vegna skorts á íhlutum hjá birgjum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00