flugfréttir

Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti

- Viðskiptaþvinganir farnar að hafa áhrif á rússnesk flugfélög

9. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Aeroflot hefur nú þegar kyrrsett um 50 flugvélar í flotanum sem flestar eru frá Boeing og Airbus

Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotanum í lofthæfu ástandi.

Þetta er haft eftir að minnsta kosti fjórum heimildarmönnum í Rússlandi sem taka fram að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu séu farnar að hafa áhrif á flugfélögin er kemur að varahlutum.

Fram kemur að niðurrif á flugvélum, sem að öðru leyti eru í fullkomnu ástandi og hefðu annars ekki verið fórnað í varahluti, sé í samræmi við aðgerðir sem rússnesk stjórnvöld kynntu í júní og er áætlað að rússnesk flugfélög muni halda áfram að rífa niður flugvélar í varahluti að minnsta kosti fram til ársins 2025.

Einn heimildarmaður segir að Aeroflot hafi tekið úr umferð eina Sukhoi Superjet 100 þotu og eina Airbus A350 breiðþotu sem til stendur að rífa í varahluti á næstunni og nefnir hann að A350 þotan sé nánast splunkuný.

Eiga eftir að „slátra“ flugflotanum sínum hægt og rólega

Þá kemur fram að Aeroflot hafi nú þegar tekið búnað og ýmis kerfi úr Boeing 737 þotu og Airbus A320 þotu þar sem flugfélagið þurfti varahluti úr þeim þotum.

Flugsérfræðingur einn segir að það sé bara tímaspursmál hvenær Rússland verður búið að „slátra“ sínum vestræna flugflota vegna skorts á varahlutum og nefnir hann að nýjustu þoturnar á borð við A320neo, A350, Boeing 737 MAX og 787, búa yfir tækni sem krefst þess að stöðugt sé verið að uppfæra kerfin í þeim

Fjórar af þeim Airbus A350 þotum, sem til stóð að afhenda til Aeroflot, hafa verið verið afhentar til Turkish Airlines

Sérfræðingurinn segir að eftir eitt ár verði það mjög krefjandi fyrir rússnesk flugfélög að halda úti sínum vestræna flugflota og einnig nýrri rússneskum þotum á borð við Sukhoi Superjet 100 þar sem þær þotur styðjast nánast að öllu leyti við vestræna varahluti.

„Það að rífa varahluti af einni flugvél til þess að halda annarri lofthæfri er stundum þekkt í iðnaðinum sem „að breyta einni flugvél í jólatré“ - Þótt þetta sé sjaldgæft þá gerist það oftast meðal flugfélaga sem eiga í verulegum fjárhagsvandræðum en þetta hefur ekki gerst í eins miklu mæli og er í uppsiglingu hjá Rússum“, segir sérfræðingurinn.

Samkvæmt upplýsingum frá fréttamiðlunum Reuters þá hafa um 50 þotur á vegum Aeroflot ekki flogið neitt áætlunarflug síðan í júlí og eru flestar þeirra kyrrsettar vegna viðskiptaþvinganna en sá fjöldi samsvarar 15% flugflota félagsins.

Skráning á varahlutum kemur upp um hver lokaviðskiptavinurinn er

Fram kemur að áætlanir rússnesku ríkisstjórnarinnar, um að rífa niður flugvélar í varahluti, eigi eftir að halda um 65% flugflota rússneskra flugfélaga lofthæfum til loka ársins 2025 en mesta áskorunin verður að halda hreyflunum í lagi og uppfæra háþróaðan hugbúnað í nýjum þotum.

Þá kemur fram að fá varahluti og þjónustu frá öðrum löndum, sem hafa ekki beitt viðskiptabanni í garð Rússa líkt og lönd í Asíu, eigi ekki eftir að hjálpa til mikið þar sem þau lönd óttast að verða refsað af vestrænum löndum ef þau verða uppvís að því að verða rússneskum flugfélögum úti um aðstoð.

„Hver einasti varahlutur hefur sitt eigið framleiðslunúmer og ef í ljós kemur á pappírunum að rússneskt flugfélag er lokaviðskiptavinurinn í söluferlinu þá á engin eftir að vilja vera söluaðilinn, hvorki Kína né Dubai“, segir sérfræðingurinn, sem tekur fram að skylda sé að skrá söluna til Boeing eða Airbus áður en varahluturinn er sendur af stað.  fréttir af handahófi

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Flugmenn hjá Qatar Airways þora ekki að tilkynna þreytu

8. september 2022

|

Flugmenn hjá flugfélaginu Qatar Airways hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þreytu sem er orðið útbreitt vandamál meðal flugmanna hjá félaginu.

Allar risaþotur Qantas í loftið fyrir lok ársins 2023

25. ágúst 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar að taka í noktun aftur síðustu fimm Airbus A380 risaþoturnar fyrir lok ársins 2023.

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00