flugfréttir
Rússar byrjaðir að rífa niður þotur til að nálgast varahluti
- Viðskiptaþvinganir farnar að hafa áhrif á rússnesk flugfélög

Aeroflot hefur nú þegar kyrrsett um 50 flugvélar í flotanum sem flestar eru frá Boeing og Airbus
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotanum í lofthæfu ástandi.
Þetta er haft eftir að minnsta kosti fjórum heimildarmönnum í Rússlandi sem
taka fram að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu
séu farnar að hafa áhrif á flugfélögin er kemur að varahlutum.
Fram kemur að niðurrif á flugvélum, sem að öðru leyti eru í fullkomnu ástandi
og hefðu annars ekki verið fórnað í varahluti, sé í samræmi við aðgerðir
sem rússnesk stjórnvöld kynntu í júní og er áætlað að rússnesk flugfélög muni
halda áfram að rífa niður flugvélar í varahluti að minnsta kosti fram til ársins 2025.
Einn heimildarmaður segir að Aeroflot hafi tekið úr umferð eina Sukhoi Superjet 100
þotu og eina Airbus A350 breiðþotu sem til stendur að rífa í varahluti á næstunni og
nefnir hann að A350 þotan sé nánast splunkuný.
Eiga eftir að „slátra“ flugflotanum sínum hægt og rólega
Þá kemur fram að Aeroflot hafi nú þegar tekið búnað og ýmis kerfi úr Boeing 737
þotu og Airbus A320 þotu þar sem flugfélagið þurfti varahluti úr þeim þotum.
Flugsérfræðingur einn segir að það sé bara tímaspursmál hvenær Rússland
verður búið að „slátra“ sínum vestræna flugflota vegna skorts á varahlutum og
nefnir hann að nýjustu þoturnar á borð við A320neo, A350, Boeing 737 MAX og 787, búa
yfir tækni sem krefst þess að stöðugt sé verið að uppfæra kerfin í þeim

Fjórar af þeim Airbus A350 þotum, sem til stóð að afhenda til Aeroflot, hafa verið verið afhentar til Turkish Airlines
Sérfræðingurinn segir að eftir eitt ár verði það mjög krefjandi fyrir rússnesk flugfélög
að halda úti sínum vestræna flugflota og einnig nýrri rússneskum þotum á borð við
Sukhoi Superjet 100 þar sem þær þotur styðjast nánast að öllu leyti við vestræna varahluti.
„Það að rífa varahluti af einni flugvél til þess að halda annarri lofthæfri er stundum
þekkt í iðnaðinum sem „að breyta einni flugvél í jólatré“ - Þótt þetta sé sjaldgæft þá
gerist það oftast meðal flugfélaga sem eiga í verulegum fjárhagsvandræðum en þetta hefur
ekki gerst í eins miklu mæli og er í uppsiglingu hjá Rússum“, segir sérfræðingurinn.
Samkvæmt upplýsingum frá fréttamiðlunum Reuters þá hafa um 50 þotur á vegum Aeroflot
ekki flogið neitt áætlunarflug síðan í júlí og eru flestar þeirra kyrrsettar vegna viðskiptaþvinganna
en sá fjöldi samsvarar 15% flugflota félagsins.
Skráning á varahlutum kemur upp um hver lokaviðskiptavinurinn er
Fram kemur að áætlanir rússnesku ríkisstjórnarinnar, um að rífa niður flugvélar í varahluti, eigi
eftir að halda um 65% flugflota rússneskra flugfélaga lofthæfum til loka ársins 2025 en mesta
áskorunin verður að halda hreyflunum í lagi og uppfæra háþróaðan hugbúnað í nýjum þotum.
Þá kemur fram að fá varahluti og þjónustu frá öðrum löndum, sem hafa ekki beitt
viðskiptabanni í garð Rússa líkt og lönd í Asíu, eigi ekki eftir að hjálpa til mikið þar sem þau
lönd óttast að verða refsað af vestrænum löndum ef þau verða uppvís að því að verða rússneskum
flugfélögum úti um aðstoð.
„Hver einasti varahlutur hefur sitt eigið framleiðslunúmer og ef í ljós kemur á pappírunum
að rússneskt flugfélag er lokaviðskiptavinurinn í söluferlinu þá á engin eftir að vilja vera
söluaðilinn, hvorki Kína né Dubai“, segir sérfræðingurinn, sem tekur fram að skylda sé að
skrá söluna til Boeing eða Airbus áður en varahluturinn er sendur af stað.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.