flugfréttir
Yfir 200 flugmönnum verður sagt upp hjá Volga-Dnepr

Antonov An-124 fraktþota frá flugfélaginu Volga-Dnepr
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.
Ástæðan er sögð vera vegna stefnu Volga-Dnepr um að hætta tímabundið að fljúga
vestrænum þotum sem framleiddar eru meðal annars af Boeing og fengu flugmennirnir
skilaboð varðandi uppsögnina í lok júlímánaðar.
Volga-Dnepr ætlar að hætta með allar vestrænar flugvélar og fjarlægja þær úr flotanum og
verða því eingöngu eftir flugvélar af gerðinni Antonov An-124 og Ilyushin Il-76.
AirBridgeCargo hefur haft sextán Boeing 747 fraktflugvélar í flotanum auk einnar fraktþotu
af gerðinni Boeing 777 og þá hefur Atran níu Boeing 737 fraktflugvélar.
Leiðarkerfi Volga-Dnepr samanstóð nær eingöngu af áfangastöðum í öðrum löndum utan
Rússlands og sama má segja með leiðarkerfi dótturfélaganna og hefur viðskiptabann á hendur
Rússa því haft gríðarlega áhrif á starfsemi flugfélaganna.
AirBridgeCargo byrjaði að skila Boeing 747 fraktþotunum aftur til eigenda sinna í mars á þessu ári
eða einum mánuði eftir að innrásin í Úkraínu hófst.


20. mars 2023
|
Kanadíska flugfélagið Flair Airlines hefur höfðað mál gegn flugvélaleigunni Airborne Capital eftir að flugvélaleigan lét gera upptækar fjórar Boeing 737 MAX farþegaþotur í flota félagsins vegna vangol

4. apríl 2023
|
Flugfélagið SWISS International Air Lines ætlar að hefja prófanir með gervigreind til þess að telja farþega um borð í flugvélum sínum.

22. mars 2023
|
Bandaríska öldungardeildarþingið lagði í gær fram tillögu sem tekin var fyrir á bandaríska þinginu þar sem farið er fram á að starfslokaaldur atvinnuflugmanna vestanhafs verði hækkaður í 67 ár en í d

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f