flugfréttir

Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður

- IATA hvetur ICAO til þess að hækka aldurstakmarkið hærra en 65 ár

15. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:07

Starfslokaaldurinn var seinast hækkaður úr 60 árum upp í 65 ár árið 2006

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð fyrir þörf fyrir mun fleiri flugmönnum á næstu árum heldur en framboð leyfir.

IATA hefur nú þegar sent greinargerð til þings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en í dag miðast starfslokaaldur í flestum löndum við 65 ár og geta flugmenn ekki flogið atvinnuflug lengur eftir að þeim aldri er náð.

Í greinargerð IATA er ICAO hvatt til þess að skoða til hlítar nýjustu vísindarannsóknir á takmörkunum á getu flugmanna vegna aldurs og segir meðal annars að setja skorður á vel hæfa flugmenn setur þvinganir á að flugiðnaðurinn eigi eftir að ná sér í kjölfar heimsfaraldursins og sé einmitt því ástæða nú að endurskoða starfslokaaldurinn.

Starfslokaaldur upp á 65 ár hefur verið við lýði frá árinu 2006 en þá var hann hækkaður úr 60 árum.

„Talið er að eftirspurn eftir flugi eigi eftir að ná sömu tölum og var árið 2019 strax á næsta ári og eftir það mun hún halda áfram að aukast og á sama tíma mun eftirspurn eftir flugmönnum fara fram úr framboðinu“, segir í yfirlýsingu frá IATA.

Óháð heilsufari þá þurfa allir atvinnuflugmenn að segja skilið við starfsferilinn þegar þeir verða 65 ára

„Það er því tímabært að endurskoða aldurstakmarkið og tryggja að þeir séu hæfir til að sinna sínu starfi áfram í stað þess að hindra framgang og áframhaldandi vöxt meðal flugfélaganna“, segir ennfremur.

Fram kemur að núverandi 65 ára aldurstakmark hafi verið byggður á ýmsum rannsóknum og þar á meðal metið út frá niðurstöðum á árangri í flughermum. Rannsóknir benda til þess að áhættan á því að öryggi flugsins sé ógnað ef annar flugmannana veikist skyndilega sem rekja megi til aldurs svo að hætta sé á ferðum sé mjög lítil í starfsumhverfinu eins og það er í dag.

Í greinargerð segir að hærri meðalævilengd, aukin sjálfvirkni í stjórnklefa, betri og nútímalegri þjálfun í flughermi og aukin vitund hafi dregið verulega úr áhættunni á skyndilegri óvinnufærni vegna veikinda.

„Það er verið að þvinga fram skerðingu á réttindum þeirra sem hafa flugmannsskírteini í gildi þrátt fyrir að þeir standist strangar læknisskoðanir og uppfylli heilbrigðiskröfur og þjálfun í flughermi fram á síðasta dag áður en þeir verða 65 ára“, segir í greinargerð.  fréttir af handahófi

Erna Hjaltalín frumkvöðull í flugi heiðruð

22. júlí 2022

|

Flugakademía Íslands mun heiðra Ernu Hjaltalín, mikinn frumkvöðul í íslenskri flugsögu, fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna eina af kennsluvélum skólans eftir Ernu

Takmarka farmiðasölu á stuttum flugleiðum frá Heathrow

2. ágúst 2022

|

British Airways hefur takmarkað sölu á farmiðum á styttum flugleiðum til og frá Heathrow-flugvellinum í að minnsta kosti eina viku til þess að létta á því álagi sem hefur verið á Heathrow í sumar.

Framleiðsluafköstin á 737 MAX komin í 31 þotu á mánuði

13. júlí 2022

|

Boeing segir að framleiðsluafköstin við smíði Boeing 737 MAX þotnanna sé komin upp í 31 þotu á mánuði auk þess sem framleiðandinn afhenti 51 þotu af þessari gerð í síðasta mánuði og hafa eins margar

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00