flugfréttir
Þrýsta á að starfslokaaldur upp á 65 ár verði endurskoðaður
- IATA hvetur ICAO til þess að hækka aldurstakmarkið hærra en 65 ár

Starfslokaaldurinn var seinast hækkaður úr 60 árum upp í 65 ár árið 2006
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð fyrir þörf fyrir mun fleiri flugmönnum á næstu árum heldur en framboð leyfir.
IATA hefur nú þegar sent greinargerð til þings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO)
en í dag miðast starfslokaaldur í flestum löndum við 65 ár og geta flugmenn ekki
flogið atvinnuflug lengur eftir að þeim aldri er náð.
Í greinargerð IATA er ICAO hvatt til þess að skoða til hlítar nýjustu vísindarannsóknir
á takmörkunum á getu flugmanna vegna aldurs og segir meðal annars að setja skorður
á vel hæfa flugmenn setur þvinganir á að flugiðnaðurinn eigi eftir að ná sér
í kjölfar heimsfaraldursins og sé einmitt því ástæða nú að endurskoða starfslokaaldurinn.
Starfslokaaldur upp á 65 ár hefur verið við lýði frá árinu 2006 en þá var hann hækkaður
úr 60 árum.
„Talið er að eftirspurn eftir flugi eigi eftir að ná sömu tölum og var árið 2019 strax
á næsta ári og eftir það mun hún halda áfram að aukast og á sama tíma mun eftirspurn
eftir flugmönnum fara fram úr framboðinu“, segir í yfirlýsingu frá IATA.

Óháð heilsufari þá þurfa allir atvinnuflugmenn að segja skilið við starfsferilinn þegar þeir verða 65 ára
„Það er því tímabært að endurskoða aldurstakmarkið og tryggja að þeir séu hæfir til
að sinna sínu starfi áfram í stað þess að hindra framgang og áframhaldandi vöxt
meðal flugfélaganna“, segir ennfremur.
Fram kemur að núverandi 65 ára aldurstakmark hafi verið byggður á ýmsum rannsóknum
og þar á meðal metið út frá niðurstöðum á árangri
í flughermum. Rannsóknir benda til þess að áhættan á því að öryggi flugsins sé ógnað ef
annar flugmannana veikist skyndilega sem rekja megi til aldurs svo að hætta sé á ferðum sé mjög lítil í starfsumhverfinu
eins og það er í dag.
Í greinargerð segir að hærri meðalævilengd, aukin sjálfvirkni í stjórnklefa, betri
og nútímalegri þjálfun í flughermi og aukin vitund hafi dregið verulega úr áhættunni
á skyndilegri óvinnufærni vegna veikinda.
„Það er verið að þvinga fram skerðingu á réttindum þeirra sem hafa flugmannsskírteini í gildi þrátt fyrir
að þeir standist strangar læknisskoðanir og uppfylli heilbrigðiskröfur og þjálfun í flughermi fram á síðasta dag
áður en þeir verða 65 ára“, segir í greinargerð.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.