flugfréttir

Aeroflot ætlar að panta yfir 300 rússneskar flugvélar

29. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Flugvélar í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu

Flugfélagið Aeroflot hefur lýst því yfir að til standi að leggja inn pöntun til rússneskra flugvélaframleiðenda í yfir 300 flugvélar sem er hluti af stefnu Aeroflot að losa sig við vestrænar flugvélar og skipta alfarið yfir í rússneskar flugvélar.

Sergei Aleksandrovsky, framkvæmdarstjóri Aeroflot, segir að það sé í algjörum forgangi hjá flugfélaginu að panta um 323 flugvélar á næstunni en 73 flugvélar verða af gerðinni Sukhoi Superjet 100 og þá stendur til að panta 210 flugvélar frá Irkut af gerðinni MC-21 og 40 af gerðinni Tu-214 frá Tupolev.

Aleksandrovsky lýsti þessu yfir eftir fund sem hann átti með Vladimir Pútin, forseta Rússlands, á dögunum en ekki var gefin upp neinn tímarammi varðandi pöntunina.

Fram kemur að í kjölfarið sé þörf á umfangsmiklu vinnuafli og er haft eftir Aleksandrovsky að um 3.500 flugmenn verða ráðnir til starfa auk þess sem teknir verða í notkun átta flughermar.

Fyrstu viðræður um fyrirhugaða pöntun á 300 flugvélum áttu sér stað í júní í sumar þegar ljóst var að Rússar myndu ekki lengur hafa aðgang að vestrænum flugvélum vegna viðskiptabanns sem sett var á Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Rússlandi hefur haldist stöðug að undanförnu og aukist ef eitthvað er en Aeroflot og dótturfélögin Rossiya og Pobeda hafa til að mynda aukið framboð sín á flugi milli Moskvu og Pétursborgar úr 31 flugferði á dag upp í 45 flugferðir.  fréttir af handahófi

Brúsi skerti hreyfigetu stýra sem olli ofrisi í flugtaki

25. júlí 2022

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að brúsi með afísingarvökva, sem hafði verið komið fyrir á gólfinu um borð í lítilli flugvél af gerðinni Diamond DA40, hafi valdið því að

Flugmenn í handalögmálum í stjórnklefa í miðju flugi

29. ágúst 2022

|

Air France hefur sagt tveimur flugmönnum upp störfum eftir að til handalögmála kom á milli þeirra í stjórnklefanum í áætlunarflugi frá Genf til Parísar.

Metfjöldi farþega í júní hjá Ryanair og Wizz Air

4. júlí 2022

|

Evrópsku lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og Wizz Air hafa bæði tilkynnt um gríðarlega fjölgun farþega í júní sem þykir endurspegla að eftirspurnin er að mestu leyti komin til baka eftir tveggja ára

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00