flugfréttir
Aeroflot ætlar að panta yfir 300 rússneskar flugvélar

Flugvélar í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu
Flugfélagið Aeroflot hefur lýst því yfir að til standi að leggja inn pöntun til rússneskra flugvélaframleiðenda í yfir 300 flugvélar sem er hluti af stefnu Aeroflot að losa sig við vestrænar flugvélar og skipta alfarið yfir í rússneskar flugvélar.
Sergei Aleksandrovsky, framkvæmdarstjóri Aeroflot, segir að það sé í algjörum forgangi
hjá flugfélaginu að panta um 323 flugvélar á næstunni en 73 flugvélar verða af gerðinni
Sukhoi Superjet 100 og þá stendur til að panta 210 flugvélar frá Irkut af gerðinni MC-21 og 40
af gerðinni Tu-214 frá Tupolev.
Aleksandrovsky lýsti þessu yfir eftir fund sem hann átti með Vladimir Pútin, forseta
Rússlands, á dögunum en ekki var gefin upp neinn tímarammi varðandi pöntunina.
Fram kemur að í kjölfarið sé þörf á umfangsmiklu vinnuafli og er haft eftir Aleksandrovsky
að um 3.500 flugmenn verða ráðnir til starfa auk þess sem teknir verða í notkun átta
flughermar.
Fyrstu viðræður um fyrirhugaða pöntun á 300 flugvélum áttu sér stað í júní í sumar
þegar ljóst var að Rússar myndu ekki lengur hafa aðgang að vestrænum flugvélum
vegna viðskiptabanns sem sett var á Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.
Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Rússlandi hefur haldist stöðug að undanförnu og aukist
ef eitthvað er en Aeroflot og dótturfélögin Rossiya og Pobeda hafa til að mynda aukið framboð sín
á flugi milli Moskvu og Pétursborgar úr 31 flugferði á dag upp í 45 flugferðir.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.