flugfréttir

Aeroflot ætlar að panta yfir 300 rússneskar flugvélar

29. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:31

Flugvélar í flota Aeroflot á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu

Flugfélagið Aeroflot hefur lýst því yfir að til standi að leggja inn pöntun til rússneskra flugvélaframleiðenda í yfir 300 flugvélar sem er hluti af stefnu Aeroflot að losa sig við vestrænar flugvélar og skipta alfarið yfir í rússneskar flugvélar.

Sergei Aleksandrovsky, framkvæmdarstjóri Aeroflot, segir að það sé í algjörum forgangi hjá flugfélaginu að panta um 323 flugvélar á næstunni en 73 flugvélar verða af gerðinni Sukhoi Superjet 100 og þá stendur til að panta 210 flugvélar frá Irkut af gerðinni MC-21 og 40 af gerðinni Tu-214 frá Tupolev.

Aleksandrovsky lýsti þessu yfir eftir fund sem hann átti með Vladimir Pútin, forseta Rússlands, á dögunum en ekki var gefin upp neinn tímarammi varðandi pöntunina.

Fram kemur að í kjölfarið sé þörf á umfangsmiklu vinnuafli og er haft eftir Aleksandrovsky að um 3.500 flugmenn verða ráðnir til starfa auk þess sem teknir verða í notkun átta flughermar.

Fyrstu viðræður um fyrirhugaða pöntun á 300 flugvélum áttu sér stað í júní í sumar þegar ljóst var að Rússar myndu ekki lengur hafa aðgang að vestrænum flugvélum vegna viðskiptabanns sem sett var á Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Eftirspurn eftir innanlandsflugi í Rússlandi hefur haldist stöðug að undanförnu og aukist ef eitthvað er en Aeroflot og dótturfélögin Rossiya og Pobeda hafa til að mynda aukið framboð sín á flugi milli Moskvu og Pétursborgar úr 31 flugferði á dag upp í 45 flugferðir.

  fréttir af handahófi

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Panta Scimitar vænglinga fyrir yfir 400 Boeing 737 þotur

7. nóvember 2022

|

Ryanair ætlar að láta koma fyrir Scimitar Winglets vænglingum á yfir 400 Boeing 737-800 þotur í flotanum en um er að ræða sömu vænglinga og eru framleiddar á nýjar Boeing 737 MAX þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00