flugfréttir
Wideroe stefnir á tilraunir með kolefnalaust flug innan 4 ára
- Ætla að hefja prófanir með stærri rafmangsflugvélar fyrir lok áratugarins

Wideroe áætlar að hefja tilraunir með kolefnalaust áætlunarflug með 9 sæta ítalskri rafmagnsflugvél frá Tecnam sem nefnist P-Volt
Norska flugfélagið Wideroe stefnir á að hefja prófanir innan fjögurra ára með flugvél sem skilur eftir sig engan kolefnaútblástur en meðal annars er verið að skoða að nota flugvélar sem taka á loft og lenda lóðrétt.
„Við höfum mjög skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir næstu 10 árin og aðalmarkmiðið
okkar eru að verða það umverfisvæn að við getum farið að nota flugvélar í innanlandsflugi
í Noregi sem skilja eftir sig engan kolefnaútblástur frá og með árinu 2026“, segir Andreas
Kollbye Aks, framkvæmdarstjóri dótturfyrirtækisins Wideroe Zero.
Wideroe áætlar að hefja tilraunir með kolefnalaust áætlunarflug með 9 sæta ítalskri rafmagnsflugvél frá Tecnam sem nefnist P-Volt en tilraunir með þá vél hefjast árið 2026
og fyrir lok áratugarins er stefnt að því að hefja tilraunir með 40 til 70 sæta flugvél þegar
sú flugvél kemur á markað.
Fyrirtækið Wideroe Zero var sett á laggirnar til þess að fylgja eftir tækniframförum er kemur að umverfisvænni flugkosti og þróa og gera tilraunir með flugrekstur sem byggir á kolaefnalausu flugi.
Til stendur að hefja tilraunir með allt að tíu P-Volt flugvélar frá Tecnam svo að prófanirnar
verði það umfangsmiklar að hægt verði að safna saman raunhæfum gögnum í tilraununum
til þess að sjá betur hvort að áætlunarflug með rafmangsflugvélar sé físilegur kostur.
Rafmangsflugvélar verða notaðar á einstaka flugleiðum í Noregi og er vonast til að frá og
með árinu 2030 verði hægt að hefja tilraunir með stærri rafmagnsflugvélar en Andreas segir
að þetta fari þó allt eftir því hvað tæknin leyfi hverju sinni.
Wideroe hefur til að mynda átt í samstarfi við Rolls-Royce í nokkur ár um þróun á umverfisvænum lausnum og þá undirritaði flugfélagið samning á Farnborough-flugsýningunni í júlí á þessu ári vegna samstarfs við Energia Advisory Group sem er dótturfélag brasilíska flugvélaframleiðandans Embraer.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.