flugfréttir

Wideroe stefnir á tilraunir með kolefnalaust flug innan 4 ára

- Ætla að hefja prófanir með stærri rafmangsflugvélar fyrir lok áratugarins

30. ágúst 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:37

Wideroe áætlar að hefja tilraunir með kolefnalaust áætlunarflug með 9 sæta ítalskri rafmagnsflugvél frá Tecnam sem nefnist P-Volt

Norska flugfélagið Wideroe stefnir á að hefja prófanir innan fjögurra ára með flugvél sem skilur eftir sig engan kolefnaútblástur en meðal annars er verið að skoða að nota flugvélar sem taka á loft og lenda lóðrétt.

„Við höfum mjög skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir næstu 10 árin og aðalmarkmiðið okkar eru að verða það umverfisvæn að við getum farið að nota flugvélar í innanlandsflugi í Noregi sem skilja eftir sig engan kolefnaútblástur frá og með árinu 2026“, segir Andreas Kollbye Aks, framkvæmdarstjóri dótturfyrirtækisins Wideroe Zero.

Wideroe áætlar að hefja tilraunir með kolefnalaust áætlunarflug með 9 sæta ítalskri rafmagnsflugvél frá Tecnam sem nefnist P-Volt en tilraunir með þá vél hefjast árið 2026 og fyrir lok áratugarins er stefnt að því að hefja tilraunir með 40 til 70 sæta flugvél þegar sú flugvél kemur á markað.

Fyrirtækið Wideroe Zero var sett á laggirnar til þess að fylgja eftir tækniframförum er kemur að umverfisvænni flugkosti og þróa og gera tilraunir með flugrekstur sem byggir á kolaefnalausu flugi.

Til stendur að hefja tilraunir með allt að tíu P-Volt flugvélar frá Tecnam svo að prófanirnar verði það umfangsmiklar að hægt verði að safna saman raunhæfum gögnum í tilraununum til þess að sjá betur hvort að áætlunarflug með rafmangsflugvélar sé físilegur kostur.

Rafmangsflugvélar verða notaðar á einstaka flugleiðum í Noregi og er vonast til að frá og með árinu 2030 verði hægt að hefja tilraunir með stærri rafmagnsflugvélar en Andreas segir að þetta fari þó allt eftir því hvað tæknin leyfi hverju sinni.

Wideroe hefur til að mynda átt í samstarfi við Rolls-Royce í nokkur ár um þróun á umverfisvænum lausnum og þá undirritaði flugfélagið samning á Farnborough-flugsýningunni í júlí á þessu ári vegna samstarfs við Energia Advisory Group sem er dótturfélag brasilíska flugvélaframleiðandans Embraer.

  fréttir af handahófi

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

Air India tekur aftur í notkun Boeing 777-200LR þotur

12. september 2022

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar að innleiða 30 farþegaþotur á næstu mánuðum í tengslum við aukin umsvif eftir heimsfaraldurinn.

Stutt hlé reglulega gert á framleiðslu á 737 MAX

19. september 2022

|

Boeing hefur reglulega þurft að grípa til þess ráðs að gera stutt hlé á framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum vegna skorts á íhlutum hjá birgjum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00