flugfréttir

Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

1. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Til stóð að evrópsk flugfélög mundu taka nýja búnaðinn í gagnið fyrir 1. janúar á næsta ári

Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetningar með reglulegu millibili ef upp kemur neyðartilvik um borð.

Ástæðan fyrir því að EASA frestar innleiðingu á kerfinu er sögð vera vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldurinn hefur haft á afhendingar á búnaðinum en kerfið, sem er bæði neyðarsendir og neyðarstaðsetningarkerfi, verður gerður að skyldubúnaði fyrir allar þær flugvélar sem hafa hámarksflugtaksþunga upp á 27 tonn eða meira og er miðað við þær flugvélar sem hafa lofthæfisvottun sem gefið er út eftir 1. janúar 2023.

Slíkir sendar munu gefa upp nákvæma staðsetningu á 60 sekúndna fresti eftir að upp kemur neyðartilvik en tilgangurinn er að auðvelda leit og björgun svo að hægt sé að staðsetja flugvélina í kjölfar flugslyss og þá sérstaklega á afskekktum svæðum og yfir höfum.

Margir flugvélaframleiðendur hafa farið fram á að þessu verkefni verði slegið á frest og í yfirlýsingu frá EASA kemur fram að flugvélaframleiðendur hafa greint frá miklum seinkunum er kemur að vottun á nýjum flugvélum og sé þörf á meira svigrúmi til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru vegna búnaðarins.

EASA segir að heimsfaraldurinn hafi gert það að verkum að seinkun sé á afhendingum á bilinu 700 til 1.000 nýjum flugvélum á þessu ári sem hafa verið smíðaðar án þess að búnaðurinn hefur verið settur upp.

Margar af þessum fflugvélum hafa verið í langtímageymslu og verða afhentar eftir 1. janúar á næsta ári og segir EASA að margar af þessum vélum verða afhentar til flugfélaga í Evrópu og þurfi því meiri tíma til þess að huga að uppsetningu en tímamörkin gera ráð fyrir.

Þá segir einnig að þótt að búnaðurinn væri komin upp og myndi senda frá sér neyðarmerki þá sé ekki enn búið að aðlaga það kerfi sem björgunaraðilar munu notast við til þess að taka á móti neyðarkalli.

Fyrirhugað kerfi mun senda frá sér boð áður en flugslys hefur átt sér stað en núverandi móttökubúnaður tekur við boðum frá hefðbundnum neyðarsendi sem fer í gang eftir að flugslys hefur orðið og sé enn verið að vinna að uppsetningu á móttöku á þeið boðum þar sem búnaðurinn mun styðjast við aðra tegund af tækni.

EASA segir að það gæti tekið nokkra mánuði að gera slíkt kerfi klárt og sé það tillaga stofnunarinnar að framlengja dagsetninguna um eitt ár til 1. janúar 2024.

EASA segir að stofnunin geri sér grein fyrir þeim neikvæðu viðhorfum sem þetta gæti valdið er kemur að flugöryggi en bendir á að atvik þar sem stórar flugvélar lenda í alvarlegu neyðartilviki yfir úthafi eru sjaldgæf.

  fréttir af handahófi

Panta Scimitar vænglinga fyrir yfir 400 Boeing 737 þotur

7. nóvember 2022

|

Ryanair ætlar að láta koma fyrir Scimitar Winglets vænglingum á yfir 400 Boeing 737-800 þotur í flotanum en um er að ræða sömu vænglinga og eru framleiddar á nýjar Boeing 737 MAX þotur.

Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

14. nóvember 2022

|

Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

Rannsókn hafin á flugslysinu á flugsýningunni í Dallas

14. nóvember 2022

|

Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00