flugfréttir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

- Bocharov vill að flugmenn geti séð um viðhald á flugvélunum sjálfir

14. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 21:10

Farþegaþota frá Aeroflot í viðhaldsskýli á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þetta sagði Bocharov er hann hélt ávarp á Eastern Economic Forum ráðstefnunni sem fram fór í rússnesku borginni Vladivostok í seinustu viku.

Bocharov lagði til að samgönguráðuneyti Rússlands ætti að efla flugmenn og tvöfalda hlutverk þeirra með því að hvetja þá til þess að sækja sér flugvirkjamenntun svo þeir geti bæði verið flugmenn og flugvirkjar.

Ráðherrann greindi einnig frá því að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið ásamt samgönguráðuneytinu væri að undirbúa nýja stefnu til þess að viðhalda lofthæfi á þeim fjölmörgu tegundum af flugvélum sem eru í notkun í áætlunarflugi í Rússlandi.

Mörg viðhaldsfyrirtæki hafa sagt upp flugvirkjum í kjölfar viðskiptaþvinganna sem sett voru á Rússa fyrr á þessu ári

Hluti af þeirri stefnu er að gefa leyfi fyrir því að flugmenn geti gert við flugvélar og séð um viðhaldsskoðun auk þess sem þeir geti skipt um varahluti og séð um að endurinnrétta farþegarýmið þegar við á.

Bocharov tók fram að fyrst um sinn væri eingöngu um að ræða tvískipt hlutverk þeirra flugmanna sem fljúga eins hreyfils flugvélum í atvinnuflugi og væri þá aðallega um að ræða flugvél af gerðinni Baikal sem er ný tegund af rússneskri flugvél sem er ætlað að leysa af hólmi Antonov An-2 flugvélina.

Viðhaldsmál flugvéla í Rússlandi í ólestri

Mikið vandamál hefur skapast að undanförnu meðal þeirra fyrirtækja sem sjá um viðhald flugvéla í Rússlandi vegna viðskiptaþvingana af hálfu vestrænna ríkja og hafa mörg viðhaldsfyrirtæki þurft að segja upp flugvirkjum í hrönnum á þessu ári.

Dæmi eru um flugrekstaraðila sem hafa gripið til þess ráðst að biðja flugmenn um að nota bremsurnar spart við hemlun í lendingu til að minnka álagið á bremsubúnaðinn svo að hann endist lengur þar sem skortur er á varahlutum og þá eru þeir beðnir um að fara „varlega“ í öðrum sviðum til að lengja líftíma varahluta.

Þá hafa sum flugfélög og þar á meðal Aeroflot ákveðið að hætta að birta afkomuskýrslur vegna þess fjárhagsvanda sem við blasir vegna ástandsins.

  fréttir af handahófi

Flyr sker niður umsvif sín um helming í vetur

5. október 2022

|

Norska flugfélagið Flyr ætlar að skera niður umsvif félagsins í vetur með því að vera með helmingi færri flugvélar í rekstri auk þess sem til stendur að segja upp starfsfólki og draga saman leiðarke

Stuðningur Virgin við þriðju flugbrautinni háður skilyrðum

22. nóvember 2022

|

Virgin Atlantic hefur sett fram skilyrði gagnvart stuðningi sínum við þriðju flugbrautinni á Heathrow-flugvellinum í London en Shai Weiss, framkvæmdarstjóri flugfélagsins breska, lýsti yfir óánægju

Stutt hlé reglulega gert á framleiðslu á 737 MAX

19. september 2022

|

Boeing hefur reglulega þurft að grípa til þess ráðs að gera stutt hlé á framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum vegna skorts á íhlutum hjá birgjum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00