flugfréttir

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:20

Miklar biðraðir hafa myndast við Schiphol-flugvöllinn sem hafa náð út úr flugstöðvarbyggingunum

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir endann á þeim annmörkum sem hafa verið frá því fyrr í sumar.

Benschop mun vera framkvæmdarstjóri áfram þar til búið er að finna annan til að taka við stöðunni í hans stað. Þessi tilkynning kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Schiphol-flugvöllurinn bað flugfélög um að aflýsa og draga úr áætlunarflugi til flugvallarins vegna skorts á starfsfólki.

„Það hefur fengið mikla athygli og vakið upp neikvæða umræðu hvernig Schiphol-flugvöllurinn hefur tekið á þessum vanda og hvernig ég axla ábyrgð sem framkvæmdarstjóri og það er mitt frumkvæði að afhenda ábyrgðina í hendur á einhverjum öðrum og gefa Schiphol-flugvellinum tækifæri á að hefja nýtt upphaf“, segir Benschop.

Líkt og margir aðrir flugvellir í Evrópu hefur það reynst gríðarlega krefjandi fyrir Schiphol að anna þeim fjölda farþega sem hafa farið um flugvöllinn í sumar og hefur verið gripið til þess ráðst að biðja flugfélög að draga úr flugi til Amsterdam til þess að auka áreiðanleika og draga úr töfum.

Jaap Winter, forstjóri flugvallarins, segir að stjórn Schiphol hafi verið í miklum samskiptum við rekstardeildina og telur hann að enn frekari aðgerða er að vænta á næstunni.

Winter bætir við að það sé mjög mikilvægt að Schiphol-flugvöllur geti boðið upp á góða þjónustu bæði við farþega og flugfélög, líkt og flugvöllurinn hefur verið þekktur fyrir.

Þess má geta að í ágúst sl. fóru 5.3 milljónir farþega um Schiphol-flugvöll sem er 79% af þeim farþegafjölda sem fór um völlinn í ágúst árið 2019 fyrir tíma heimsfaraldursins.

  fréttir af handahófi

FAA óskar eftir raunhæfri tímaáætlun varðandi 737 MAX 7

4. október 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa óskað eftir að fá raunhæfa tímaáætlun frá Boeing varðandi það hvenær pappírar og lokaumsókn um flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 7 þotuna verður tilbúin.

Reyna að bjóða Air India MAX þotur sem áttu að fara til Kína

19. október 2022

|

Sagt er að Boeing reyni nú að losa sig við nýjar Boeing 737 MAX þotur til indverska flugfélagsins Air India en þoturnar voru upphaflega smíðaðar fyrir kínversk flugfélög.

Hefja þjálfun flugmanna með sýndarveruleikatækni frá Airbus

9. nóvember 2022

|

Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00