flugfréttir

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

- Farþegar réttu upp hönd á meðan flugfreyjan taldi

16. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:45

Flestir farþegar um borð réttu upp hönd og vildu fara frá borði á Luton-flugvellinum

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að komast til Gatwick-flugvallarins, þar sem flugvélin átti upphaflega að lenda.

Um var að ræða áætlunarflug til London Gatwick en fluginu hafði seinkað mikið og vegna mikilla tafa þurfti flugvélin að lenda á Luton-flugvelli þar sem flugvélin náði ekki lendingarplássinu sínu á Gatwick.

Eftir lendingu ákváðu flugmennirnir að gefa farþegum tækifæri á að kjósa um hvort þeir vildu fara út á Luton-flugvelli og kalla þetta „gott í bili“ eða hinkra eftir að vélin kæmist aftur í loftið.

Flugstjórinn tilkynnti farþegum að þeir hefðu enga hugmynd um hver staðan væri með flugumferðarstjórnina á Gatwick og ættu því erfitt með að segja til um hvenær flugvélin væri komin þangað en gerðu ráð fyrir að minnsta kosti klukkutíma töf til viðbótar.

Farþegar voru beðnir um að rétta upp hönd og náðu farþegar myndbandi af því er flugfreyja gekk um farþegarýmið og taldi hendur á lofti og var því myndbandi dreift á samfélagsmiðla.

Komust ekki frá borði á Luton vegna skorts á starfsfólki

Sumir farþegarnir voru það ákveðnir að vilja komast sem fyrst út úr flugvélinni að þeir settu báðar hendur á loft.

Fram kemur að flugmennirnir hefðu getað sleppt því að hafa kosningu þar sem farþegarnir komust ekki frá borði þar sem ekki voru til taks rútur og stigabílar til að hleypa þeim út á Luton-flugvelli vegna skorts á starfsfólki.

Við tók tveggja klukkustunda bið þangað til loksins var hægt að koma öllum frá borði og því næst enn lengri bið eftir farangri og var þá klukkan orðin 6 um morguninn.

Fram kemur að um klukkan 7:30 hafi farþegar loksins fengið úthlutað leigubílum til að keyra þeim heim og tók sú ökuferð hátt í 3 tíma fyrir marga farþega.

Myndband:

  fréttir af handahófi

Önnur A321XLR tilraunarþotan hefur flugprófanir hjá Airbus

26. september 2022

|

Airbus hefur hafið flugprófanir með annarri A321XLR tilraunarþotu sem flaug sitt fyrsta flug fyrir helgi frá Finkenwerder-flugvellinum í Hamborg til Toulouse.

Hjól losnaði af Dreamlifter-þotu í flugtaki á Ítalíu

12. október 2022

|

Dekk af hjólastelli á Dreamlifter-vöruflutningaþotum Boeing losnaði af í flugtaki á flugvellinum í borginni Taranto á Ítalíu í gær.

Finnair stefnir á að segja upp 200 starfsmönnum

29. september 2022

|

Finnair gerir ráð fyrir að segja upp um 200 starfsmönnum eftir að ný rekstaráætlun tekur gildi sem tekur mið af takmörkuðu aðgengi að leiðarkerfi félagsins til áfangastaða í Asíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmannstaska olli því að þota læstist í handbremsu í lendingu

1. desember 2022

|

Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

Maastricht flugvöllur bannar Boeing 747-200 og MD-11 þotur

30. nóvember 2022

|

Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

Croatia Airlines pantar sex Airbus A220 þotur

30. nóvember 2022

|

Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

Flaug á mastur í Maryland

29. nóvember 2022

|

Tvennt slasaðist er lítil flugvél af gerðinni Mooney M20J flaug á raflínumastur í Maryland í Bandaríkjunum sl. sunnudag.

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00