flugfréttir
Stutt hlé reglulega gert á framleiðslu á 737 MAX

Frá samsetningarsal Boeing í Renton
Boeing hefur reglulega þurft að grípa til þess ráðs að gera stutt hlé á framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum vegna skorts á íhlutum hjá birgjum.
„Ef við fáum íhlut sem er gallaður eða hefur einhverja annmarka eða fáum ekki íhlut
í tæka tíð frá framleiðanda þá þurfum við að gera hlé í framleiðslunni hjá okkur“, segir
David Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, sem tekur fram að þetta sé nýtt fyrirbæri sem framleiðandinn
hefur ekki staðið frammi fyrir áður.
Calhoun segist gera ráð fyrir að stutt hlé á framleiðslu eigi eftir að eiga sér stað áfram
þangað til að Boeing hætti að fá íhluti sem eru gallaðir eða vegna skorts á íhlutum.
Vandamálið er aðallega rakið til áhrifa af heimsfaraldrinum og er Boeing ekki eina
fyrirtækið sem glímir við framleiðsluvanda vegna faraldursins.
Calhoun tekur fram að Boeing mun ekki auka framleiðsluafköst sín á meðan vandamálið
er til staðar og nefnir hann að það kemur reglulega fyrir að nauðsynlegt er að gera stutt hlé
og situr starfsfólk í verksmiðjunni auðum höndum klukkutímum saman.
Þá nefnir Calhoun að sum fyrirtæki sem framleiða fyrir birgja hafi orðið gjaldþrota
í heimsfaraldrinum og þá hafi birgjar verið að glíma við vandamál er kemur að óreyndu
starfsfólki og skorts á starfsfólki.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.