flugfréttir

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:35

Formenn félaga atvinnuflugmanna og starfsmannafélaga í Bandaríkjunum fagna niðurstöðunni og segja hana sigur er kemur að flugöryggi

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmanna til að hefja störf hjá flugfélaginu, yrði lækkuð.

FAA segir að stofnunin sé ekki sammála flugfélaginu sem telur að 750 heildarflugtímar sé nægilega mikil reynsla en Republic Airways freistaði þess að fá undanþágu til þess að eiga auðveldara með að ráða nýja flugmenn.

Bæði Republic Airways og SkyWest Airlines höfðu lagt fram áætlanir um að leyfa flugmönnum, með minni flugreynslu en 1.500 tíma, til þess að sækja um störf flugmanna sem flugfélagið telur að myndi eyða flöskuhálsinum sem veldur skorti á flugmönnum í dag í Bandaríkjunum.

Formenn félaga atvinnuflugmanna og starfsmannafélaga í Bandaríkjunum fagna niðurstöðunni og segja hana sigur er kemur að flugöryggi á meðan framkvæmdarstjóri Republic Airways hefur lýst yfir vonbrigðum sínum og telur að breytingin hefði frekar aukið flugöryggi ef eitthvað er.

Rupublic Airways fór fram á að nýútskrifaðir flugmenn gætu sótt um störf flugmanna hjá félaginu með sambærilega reynslu og herflugmenn og fyrrum herflugmenn en FAA segir að minni reynsla stuðlar ekki að sama flugöryggi og krafan um 1.500 flugtíma gerir.

Bryan Bedford, framkvæmdarstjóri Republic Airways, segist vera vonsvikinn en alls ekki hissa á niðurstöðunni og tekur fram að beiðni þeirra hafi ekki verið skoðuð eins gaumgæfilega og vonast var til.

Krafan um lágmarksflugtíma upp á 1.500 tíma fyrir umsækjendur um atvinnuflugmannsstarf í Bandaríkjunum var gerð í kjölfar flugslyss sem átti sér stað í febrúar árið 2009 en farþegaþota frá flugfélaginu Colgan Air fórst í New York fylki.

Republic Airways flýgur tæplega 1.000 flugferðir á dag til yfir 100 borga í Bandaríkjunum og flýgur félagið m.a. fyrir American Eagle, Delta Connection og United Express.  fréttir af handahófi

ALPA fordæmir tillögur til að breyta 1.500 tímareglunni

12. júlí 2022

|

Félag bandarískra atvinnuflugmanna (ALPA) hefur sent frá sér formlega kvörtun í kjölfar tillögu frá tveimur bandarískum flugfélögum sem hafa komið fram með hugmyndir um hvernig væri hægt að draga úr

Erna Hjaltalín frumkvöðull í flugi heiðruð

22. júlí 2022

|

Flugakademía Íslands mun heiðra Ernu Hjaltalín, mikinn frumkvöðul í íslenskri flugsögu, fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna eina af kennsluvélum skólans eftir Ernu

Brúsi skerti hreyfigetu stýra sem olli ofrisi í flugtaki

25. júlí 2022

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að brúsi með afísingarvökva, sem hafði verið komið fyrir á gólfinu um borð í lítilli flugvél af gerðinni Diamond DA40, hafi valdið því að

  Nýjustu flugfréttirnar

Uggvænlegt að engar risaþotur verði á flugi innan nokkurra ára

21. september 2022

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, telur brotthvarf risaþoturnnar Airbus A380 eigi eftir að verða til þess að þau flugfélög sem voru með hana í flotanum eigi eftir að lenda í þeim vandræðum að þau eigi

FedEx sker niður og fækkar fraktþotum í flotanum

20. september 2022

|

Bandaríski vöruflutningarisinn FedEx hefur ákveðið að leggja nokkrum fraktflugvélum og draga úr tíðni í leiðarkerfinu vegna samdráttar í eftirspurn eftir vöruflutningaflugi.

Spá þörf fyrir tvöföldun á flugflota í Miðausturlöndum

20. september 2022

|

Boeing segist eiga von á því að flugfélög í Miðausturlöndum þurfi að tvöfalda flugflota sinn á næstu 20 árum til þess að koma til móts við þá eftirspurn sem framundan er í fluginu næstu tvo áratugin

FAA hafnar beiðni um breytingu á 1.500 tímareglunni

20. september 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa hafnað beiðni bandaríska flugfélagsins Republic Airways um undanþágu á svokallaðri 1.500 tíma reglu en flugfélagið fór fram á að krafa um lágmarkstíma flugmann

Air New Zealand flýgur sitt fyrsta flug til New York

19. september 2022

|

Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand hefur hafið áætlunarflug til New York og flaug félagið sl. laugardag sitt fyrsta áætlunarflug á John F. Kennedy flugvöllinn.

Flugstjóri bauð farþegum að velja á milli Luton eða Gatwick

16. september 2022

|

Flugstjóri einn hjá easyJet ákvað að hafa kosningu um borð og leyfa farþegum að ráða hvort þeir vildu fara út úr flugvélinni á Luton-flugvelli eða bíða í að minnsta kosti klukkustund eftir því að ko

Framkvæmdastjóri Schiphol segir starfi sínu lausu

16. september 2022

|

Dick Benschop hefur ákveðið að segja af sér sem framkvæmdarstjóri Schiphol-flugvallarins á sama tíma og flugvöllurinn glímir við gríðarleg vandræði er kemur að daglegum rekstri en ekki er séð fyrir

Vill gera rússneska flugmenn að flugvirkjum líka

14. september 2022

|

Oleg Bocharov, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Rússlands, segir að rússneskir flugmenn ættu að læra líka flugvirkjann svo þeir geti sjálfir haldið við og gert við flugvélarnar sem þeir eru að fljúga.

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Semja við flugmenn og koma í veg fyrir verkfall

13. september 2022

|

Lufthansa hefur náð samkomulagi við flugmenn félagsins um launakjör og með því náð að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir að minnsta kosti fram til 30. júní á næsta ári.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00